Þorrablót hjá Brimborg

Já, núna er þorrinn genginn í garð og þú ert víst ekki maður með mönnum nema þú borðir sviðasultu, hákarl, hrútspunga, hangikjöt, rófustöppu og harðan fisk í öll mál... er það ekki annars... ???

Picture 019 (Small)Í tilefni þorrans fórum við Brimborgarar á þorrablót sem byrjaði með þorragöngu um Öskjuhlíðina, þar var m.a. boðið uppá hákarl og brennivín sem rann vel ofan í viðstadda. Gangan endaði í Perlunni þar sem haldið var áfram að borða dýrindis... illa lyktandi, ónýtan og súran mat...

Það var rosalega góð mæting, eða um 90 manns og skemmtu allir sér mjög vel. Hér koma nokkrar myndir og svo er restin af myndunum í albúminu (hérna vinstra megin).

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri starfsmannafélagsins Brimils

Hafðu samband: lilja@brimborg.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband