Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Deildakeppni Brimborgar í fótbolta

Lilja Helgadótir, bloggstjóri starfsmannafélagsins Brimils skrifar; 

Síðasta föstudag héldum við Brimborgarar okkar árlega fótboltamót. Fyrir mótið lágu spurningar þungt á starfsmönnum eins og "Hver vinnur bikarinn í þetta skiptið?", "Vinna Valli og félagar í nýjum bílum... aftur?" eða "Vinna stelpurnar fleiri lið þetta árið?"

Sigurlið söludeildar notaðra bílaMetþáttaka var á mótinu og kepptu 9 lið um titilinn og var þetta æsispennandi keppni en úrslitin voru eftirfarandi.

1. sæti: Notaðir bílar

2. sæti: Nýjir bílar

3. Sæti Strákarnir á skrifstofunni

Maður/Kona mótsins: Jóhanna á markaðs- og gæðasviði

Við óskum þeim til hamingju með þessa frábæru frammistöðu. Það er skammt stórra högga á milli og næst er það borðtennismótið og verður það 9.mars. Ætli Kiddi vinni... aftur...?


Þorrablót hjá Brimborg

Já, núna er þorrinn genginn í garð og þú ert víst ekki maður með mönnum nema þú borðir sviðasultu, hákarl, hrútspunga, hangikjöt, rófustöppu og harðan fisk í öll mál... er það ekki annars... ???

Picture 019 (Small)Í tilefni þorrans fórum við Brimborgarar á þorrablót sem byrjaði með þorragöngu um Öskjuhlíðina, þar var m.a. boðið uppá hákarl og brennivín sem rann vel ofan í viðstadda. Gangan endaði í Perlunni þar sem haldið var áfram að borða dýrindis... illa lyktandi, ónýtan og súran mat...

Það var rosalega góð mæting, eða um 90 manns og skemmtu allir sér mjög vel. Hér koma nokkrar myndir og svo er restin af myndunum í albúminu (hérna vinstra megin).

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri starfsmannafélagsins Brimils

Hafðu samband: lilja@brimborg.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband