Færsluflokkur: Bloggar

Nýtt ár heilsar - breytt dagskrá

Sæl öll

Við þökkum allt gamalt og gott Grin

Næst á dagskrá Brimils er skautaferð með allri fjölskyldunni þann 13. janúar næstkomandi.

Við ætlum að hittast í Egilshöllinni milli kl 17-19 og eftir rokkandi flott tilþrif á svellinum ætlum við að fá okkur pizzu saman.

Hér fyrir neðan er dagskrá vetrarins, vinsamlega athugið breytta dagsetningu á árshátíðinni Wizard

 

13. janúar Skautaferð (Fjölskylduskemmtun)

29. janúar Þorrablót (Makar)

27. febrúar ÁRSHÁTÍÐ (Makaskemmtun)

Febrúar Þrifvikan - nánar auglýst síðar (starfsmenn)

Mars Leikhúsferð - nánar auglýst síðar (makar)

23. mars Páskabingó 18-20 (Fjölskylduskemmtun)

9. apríl Keilumót (Starfsmenn)

7. maí Fótboltamót (Starfsmenn)

28. maí Óvissuferð (Starfsmenn)

25-27. júní Sumarferð (Fjölskylduskemmtun)

Júní Fjölskyldudagur - Nánar auglýst síðar


Hátíð starfsmannafélagsins Brimils og Brimborgar var haldin síðasta vetrardag, 27. október á Hilton Reykjavík Nordica Hotel

Kvöldið var ólýsanlega skemmtilegt, við viljum fá að hrósa sérstaklega: Páli og öllu hans fólki á Hilton Reykjavík Nordica hotel, Sveppa og Audda fyrir snilldartakta í veislustjórn og sérstaklega taktana í happadrættinu, Jónsa og Gunna fyrir að hnykla vöðvana, söng Jóns Bjarka, Lilju og Ómars Andra. Pésa klippara og Þorvaldi Bjarna fyrir aðstoð við vídeóið. Þorkel Mána píanóista fyrir undirleik og auðvitað öllum þeim fjölmörgu sem komu að undirbúningi hátíðarinnar á einn eða annan hátt. Og síðast en ekki síst ber að hrósa starfsmönnum fyrir að vera svona ansi skemmtilegir og ekki er laust við það að við finnum enn til með Jóhanni Kára fyrir að hafa verið dreginn út í "enga" vinninginn... 

Til gamans langar okkur að vitna í gagnrýni eins starfsmanns Brimborgar sem við fengum senda skömmu eftir hátíðina.  

“Það var rigningarsuddi og rok þetta laugardagskvöld, undirritaður hafði blendnar tilfinningar, því í vændum var Brimborgarskaup eingöngu unnið af konum, gæti verið að veðrið væri boð um það sem koma skyldi?  Lengi hafði ég haldið því fram að konur gætu ekki verið fyndnar fyrir utan stórleikkonuna, Goldie Hawn, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Þegar svo loksins Auðunn Blöndal kynnti að nú væri komið að skaupinu margumrædda þá ákvað ég að setja mig í stellingar og taka því með æðruleysi, einnig höfðu nokkrir handritshöfundar að skaupinu komið að tali við mig og beðið mig um að hlægja ef illa færi.  Í upphafi hljómaði Sylvía Nótt með lagið "Til hamingju Ísland", nú hafði ég áhyggjur um að endurtekning væri framundan á síðasta Brimborgarskaupi þar sem Guðjón E. Davíðsson fór á kostum sem Gaui National.  Lovísa sem lék Úrsulu fór á kostum strax í byrjun og tók hlutverkinu mjög "alvarlega" það geilsaði af henni öryggi og hjálpaði eflaust henni nokkur "stand up" á klemmunni með gervitennurnar og hárkolluna sem príddu hana í þessu atriði.  Flæðið í myndbandinu var frábært og hitti allt grínið vel í mark.  Sérstaklega fannst mér fyndið atriðið með 6.900 kr en þar var skotið fast á sögusagnir um að nokkrir aðilar hefðu ekki tímt að mæta þetta kvöld, ég trúi því nú tæplega, en grínið var gott.  Hita mál skrifstofunnar var geggjað og fóru stelpurnar á kostum þar ásamt Hólmari sem minnti á George Clooney eldri.  Ég mæli með því að allir sem ekki mættu á þessa skemmtun fái að kíkja á þetta skaup og líka þeir sem mættu en muna kannski ekki alveg allt skaupið vegna mikillar gosdrykkju :).  Og þegar út var komið var rigningin hætt og hreyfði ekki vind þó bætt hefði í frostið, kannski lýsandi dæmi um breytt viðhorf undirritaðs á stelpum og gríni.

Niðurstaðan: Þetta var frábært grín og mjög vel gert miðað við stuttan tíma sem þær fengu við gerð myndbandsins, Rósa, Ella, Margrét, Lilja, Silla og Lovísa eiga hrós skilið fyrir frábæra skemmtun og gef ég þessu því 4 stjörnur af 5.” 

 

Takk fyrir frábært kvöld!

Stjórn Brimils


Keilumót Brimborgara

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri Brimils skrifar;

Sigurvegarar18. keilumót Brimborgara var haldið í byrjun mánaðarins. Um 70 starfmenn lögðu undir sig Keiluhöllina í Öskjuhlíðinni og var stemningin gríðarleg. Mörg liðanna voru búin að hafa mikið fyrir búningum og er alltaf spennandi að sjá hvert hugmyndarflugið hefur leitt þau.

Í þriðja skiptið í röð hrepptu drengirnir í SÖLUDEILD NÝRRA FORD BIFREIÐA  bikarinn, og fengu þeir því farandbikarinn til eignar. NOTUÐU BÍLARNIR voru í öðru sæti. Það munaði sáralitlu að þeir hrepptu 1. sætið því með þeim í liði var Jón Ingi, en hann var með hæsta skorið í keppninni 355 stig. Svo var það RS TEAM frá VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN sem lenti í 3. sæti. Árni Freyr Sigurjónsson fékk skammarverðlaunin eða lægsta skor, 107 stig. Að sjálfsögðu tókum við fullt af myndum og eru þær í albúminu.


Spennandi páskabingó

Guðjón Kristinn vann aðalvinningJá auðvitað sló páskabingóið í gegn, enda ekki við neinu öðru að búast. Það mættu rúmlega 60 manns til leiks og var spennan gríðarleg. Allir voru komnir til að vinna. Það voru 8 veglegir vinningar í boði og voru þeir frá Nóa Síríus, Pennanum, Varahlutaverslun Brimborgar og Karli K. Karlssyni.

Guðjón Kristinn vann aðalvinninginn, sem var vegleg taska frá Pennanum og páskaegg nr.7  frá Nóa Síríus. Það voru teknar myndir og eru þær í albúminu hér vinstra megin.

Næst er það keilumótið mikla í byrjun maí.


Páskabingó í Brimborg

Þá er komið að páskabingóinu.

N.k. fimmtudag verður haldið páskabingó fyrir Brimilsfélaga og fjölskyldur þeirra. Við erum að endurtaka leikinn frá því í fyrra, en þá héldum við í fyrsta skiptið páskabingó. Það sló svo gjörsamlega í gegn að það var ekkert annað í dæminu en að endurtaka leikinn þetta árið. Það eru rúmlega 40 manns búnir að skrá sig, en skráningu er ekki lokið. Að sjálfsögðu eru veglegir vinningar í boði, páskaegg og fleira.

Hlökkum til að sjá ykkur.


Úrslit á borðtennismóti

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri starfsmannafélagsins Brimils skrifar,

Á palliEftir langa og stranga æfingarviku í æfingarbúðum Brimborgar, héldu Brimborgarar til leiks. Það var borðtennismót starfsmannafélagsins Brimils sem var framundan. Keppa átti um mjög svo eftirsóttan titil, Borðtennismeistari Brimils!

Eftir marga skemmtilega leiki kom svo í ljós að það var "gamli" íslandsmeistarinn sem vann, og ekki var það í fyrsta skiptið. Hann Kristinn Már vann í fyrra og aftur núna, þrátt fyrir það að allir sem spiluðu á móti honum fengu 5 stig í forgjöf.

Þórði Jóns tókst best að halda í við hann og endaði í 2. sæti og Ágúst Hallvarðs varð í því þriðja. Það voru teknar fullt af myndum, og eru þær í albúminu.


Borðtennismót í Brimborg

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri starfsmannafélags Brimborgar skrifar,

Já, núna er komið að Borðtennismótinu mikla. Það er búið að koma fyrir borðtennisborði til æfinga og standa æfingar yfir í öllum matarhléum starfsmanna. Það er mikill spenningur kominn í fólkið og aðal spurningin er... Vinnur Kiddi... aftur?

Það verða að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið og svo er það auðvitað farandbikarinn. En mestu máli skiptir að vera með og skemmta sér.

Mótið fer fram í íþróttahúsi HK í kópavogi

Föstudaginn 9. mars

Húsið opnar kl. 19.00

Mótið hefst svo tímanlega kl. 19.30. Svo verður boðið uppá  eitthvað gott í gogginn eftir mót.

Hlökkum til að sjá ykkur!


Deildakeppni Brimborgar í fótbolta

Lilja Helgadótir, bloggstjóri starfsmannafélagsins Brimils skrifar; 

Síðasta föstudag héldum við Brimborgarar okkar árlega fótboltamót. Fyrir mótið lágu spurningar þungt á starfsmönnum eins og "Hver vinnur bikarinn í þetta skiptið?", "Vinna Valli og félagar í nýjum bílum... aftur?" eða "Vinna stelpurnar fleiri lið þetta árið?"

Sigurlið söludeildar notaðra bílaMetþáttaka var á mótinu og kepptu 9 lið um titilinn og var þetta æsispennandi keppni en úrslitin voru eftirfarandi.

1. sæti: Notaðir bílar

2. sæti: Nýjir bílar

3. Sæti Strákarnir á skrifstofunni

Maður/Kona mótsins: Jóhanna á markaðs- og gæðasviði

Við óskum þeim til hamingju með þessa frábæru frammistöðu. Það er skammt stórra högga á milli og næst er það borðtennismótið og verður það 9.mars. Ætli Kiddi vinni... aftur...?


Þorrablót hjá Brimborg

Já, núna er þorrinn genginn í garð og þú ert víst ekki maður með mönnum nema þú borðir sviðasultu, hákarl, hrútspunga, hangikjöt, rófustöppu og harðan fisk í öll mál... er það ekki annars... ???

Picture 019 (Small)Í tilefni þorrans fórum við Brimborgarar á þorrablót sem byrjaði með þorragöngu um Öskjuhlíðina, þar var m.a. boðið uppá hákarl og brennivín sem rann vel ofan í viðstadda. Gangan endaði í Perlunni þar sem haldið var áfram að borða dýrindis... illa lyktandi, ónýtan og súran mat...

Það var rosalega góð mæting, eða um 90 manns og skemmtu allir sér mjög vel. Hér koma nokkrar myndir og svo er restin af myndunum í albúminu (hérna vinstra megin).

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri starfsmannafélagsins Brimils

Hafðu samband: lilja@brimborg.is


Þorrinn blótaður með stæl

Hið árlega þorrablót Brimils, starfsmannafélags Brimborgar, verður haldið föstudaginn 19. janúar. 

Við smjöttum saman á:

Sviðakjömmum, hrútspungum, rófustöppu, hangikjeti, hákarli, hörðum fisk, sviðasultu og öllum mat sem vel er orðinn súr og löngu ónýtur. 

Ef þú átt eitthvað gamalt og ónýtt í ísskápnum þá endilega komdu meðððða.....

Brimilsmeðlimir og makar þeirra mæta:

Föstudaginn 19. janúar í Perluna

Þorrablótsganga hefst kl.19.00 (má alls ekki missa af henni)

Smjattið hefst kl. 21.00

Þorrahlaðborðið á kr. 1.900.- pr. mann án drykkja

Fordrykkur í boði Brimils

Fyrir allra hörðustu víkingana þá verður barinn opinn fram eftir kveldi

... en mjöðurinn er á kostnað víkinganna sjálfra...

Skráning fer fram eins og alltaf á síma- og móttökuborði (sími 9) eða mottaka1@brimborg.is, síðasti skráningardagur þriðjudaginn 16. janúar.

Með víkingakveðju,

Brimill

P.S. Klæðnaður í göngu, góður hlífðarútigalli, húfa, vettlingar og góðir skór (sparifötin innan undir eða má geyma í Perlunni og skipta á staðnum)

 

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri Brimils

Hafðu samband: lilja@brimborg.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband