Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Páskabingó í Brimborg

Þá er komið að páskabingóinu.

N.k. fimmtudag verður haldið páskabingó fyrir Brimilsfélaga og fjölskyldur þeirra. Við erum að endurtaka leikinn frá því í fyrra, en þá héldum við í fyrsta skiptið páskabingó. Það sló svo gjörsamlega í gegn að það var ekkert annað í dæminu en að endurtaka leikinn þetta árið. Það eru rúmlega 40 manns búnir að skrá sig, en skráningu er ekki lokið. Að sjálfsögðu eru veglegir vinningar í boði, páskaegg og fleira.

Hlökkum til að sjá ykkur.


Úrslit á borðtennismóti

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri starfsmannafélagsins Brimils skrifar,

Á palliEftir langa og stranga æfingarviku í æfingarbúðum Brimborgar, héldu Brimborgarar til leiks. Það var borðtennismót starfsmannafélagsins Brimils sem var framundan. Keppa átti um mjög svo eftirsóttan titil, Borðtennismeistari Brimils!

Eftir marga skemmtilega leiki kom svo í ljós að það var "gamli" íslandsmeistarinn sem vann, og ekki var það í fyrsta skiptið. Hann Kristinn Már vann í fyrra og aftur núna, þrátt fyrir það að allir sem spiluðu á móti honum fengu 5 stig í forgjöf.

Þórði Jóns tókst best að halda í við hann og endaði í 2. sæti og Ágúst Hallvarðs varð í því þriðja. Það voru teknar fullt af myndum, og eru þær í albúminu.


Borðtennismót í Brimborg

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri starfsmannafélags Brimborgar skrifar,

Já, núna er komið að Borðtennismótinu mikla. Það er búið að koma fyrir borðtennisborði til æfinga og standa æfingar yfir í öllum matarhléum starfsmanna. Það er mikill spenningur kominn í fólkið og aðal spurningin er... Vinnur Kiddi... aftur?

Það verða að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið og svo er það auðvitað farandbikarinn. En mestu máli skiptir að vera með og skemmta sér.

Mótið fer fram í íþróttahúsi HK í kópavogi

Föstudaginn 9. mars

Húsið opnar kl. 19.00

Mótið hefst svo tímanlega kl. 19.30. Svo verður boðið uppá  eitthvað gott í gogginn eftir mót.

Hlökkum til að sjá ykkur!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband