Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Keilumót Brimborgara

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri Brimils skrifar;

Sigurvegarar18. keilumót Brimborgara var haldið í byrjun mánaðarins. Um 70 starfmenn lögðu undir sig Keiluhöllina í Öskjuhlíðinni og var stemningin gríðarleg. Mörg liðanna voru búin að hafa mikið fyrir búningum og er alltaf spennandi að sjá hvert hugmyndarflugið hefur leitt þau.

Í þriðja skiptið í röð hrepptu drengirnir í SÖLUDEILD NÝRRA FORD BIFREIÐA  bikarinn, og fengu þeir því farandbikarinn til eignar. NOTUÐU BÍLARNIR voru í öðru sæti. Það munaði sáralitlu að þeir hrepptu 1. sætið því með þeim í liði var Jón Ingi, en hann var með hæsta skorið í keppninni 355 stig. Svo var það RS TEAM frá VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN sem lenti í 3. sæti. Árni Freyr Sigurjónsson fékk skammarverðlaunin eða lægsta skor, 107 stig. Að sjálfsögðu tókum við fullt af myndum og eru þær í albúminu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband