Þorrinn blótaður með stæl

Hið árlega þorrablót Brimils, starfsmannafélags Brimborgar, verður haldið föstudaginn 19. janúar. 

Við smjöttum saman á:

Sviðakjömmum, hrútspungum, rófustöppu, hangikjeti, hákarli, hörðum fisk, sviðasultu og öllum mat sem vel er orðinn súr og löngu ónýtur. 

Ef þú átt eitthvað gamalt og ónýtt í ísskápnum þá endilega komdu meðððða.....

Brimilsmeðlimir og makar þeirra mæta:

Föstudaginn 19. janúar í Perluna

Þorrablótsganga hefst kl.19.00 (má alls ekki missa af henni)

Smjattið hefst kl. 21.00

Þorrahlaðborðið á kr. 1.900.- pr. mann án drykkja

Fordrykkur í boði Brimils

Fyrir allra hörðustu víkingana þá verður barinn opinn fram eftir kveldi

... en mjöðurinn er á kostnað víkinganna sjálfra...

Skráning fer fram eins og alltaf á síma- og móttökuborði (sími 9) eða mottaka1@brimborg.is, síðasti skráningardagur þriðjudaginn 16. janúar.

Með víkingakveðju,

Brimill

P.S. Klæðnaður í göngu, góður hlífðarútigalli, húfa, vettlingar og góðir skór (sparifötin innan undir eða má geyma í Perlunni og skipta á staðnum)

 

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri Brimils

Hafðu samband: lilja@brimborg.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband