Mjög vel heppnuð skautaferð

1. Atburður Brimils 2007 - Skautar.

Miðvikudaginn 3. janúar þeyttust Brimborgarar í Egilshöll, allir með eitt markmið. Það átti að sýna samstarfsfélögum og fjölskyldum að þeir kynnu á skauta... og það stóðu þeir við, næstum hver einn og einasti. Smile

Það kom í ljós að hann Piero hefur greinilega lært eitthvað af honum afa sínum, því hann geystist um svellið eins og skautadrottning og það sást vel að íshokkí æfingar Kára Frey hafa skilað góðum árangri.

Eiríkur Björnsson þóttist ekkert kunna þegar hann mætti á svellið en 10 mínútum seinna var hann farinn að skauta eins og hann hefði fundið upp skautana. Wink

Það var kennsla fyrir þessa sem voru ekki alveg að treysta sér strax í snúninga og gekk hún prýðilega og síðan var leikinn einn íshokkíleikur. Og það sem stóð helst uppúr, var að það vissi enginn hver var með hverjum í liði því það hefði gleymst að setja annað liðið í vesti... og orsakaði það auðvitað að fólk var að stela pökknum (eða segir maður pökkinum?) af fólki í sama liði.

Eftir að hafa skautað í rúman klukkutíma þurfti að safna kröftum svo að við fengum okkur pizzur og kók og skelltum okkur svo aftur á svellið. 

Þetta var flott ferð sem mun svo sannarlega verða endurtekin. Takk fyrir frábæra kvöldstund.

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri

Hafðu samband: lilja@brimborg.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband