Ný stjórn tekur við

Sæl öll

Nú hefur ný stjórn tekið völdin í Brimli og fyrsti fundur hefur farið fram þar sem stöðum stjórnarinnar var bróðurlega skipt niður og hér kemur skipun í helstu stöður:

Formaður: Guðfinnur nokkur Helgi aka Guffi

Gjaldkeri: Gunnar Axel með Anítu sem sérskipaðan sidekick

Bloggstjóri/ritari: Aníta

Meðstjórnendur: Ottó og Jón Bjarki

Hér koma svo fyrstu drög að dagskrá vetrarins Grin

4. desember Jólahlaðborð í hádeginu (Starfsmenn)

15 eða 16. desember Jólaball 18-20 (Fjölskylduskemmtun)

12. janúar Skautaferð (Fjölskylduskemmtun)

29. janúar Þorrablót (Makar)

Febrúar Leikhúsferð - nánar auglýst síðar (makar)

Febrúar Þrifvikan - nánar auglýst síðar (starfsmenn)

6. mars ÁRSHÁTÍÐ (Makaskemmtun)

23. mars Páskabingó 18-20 (Fjölskylduskemmtun)

9. apríl Keilumót (Starfsmenn)

7. maí Fótboltamót (Starfsmenn)

28. maí Óvissuferð (Starfsmenn)

25-27. júní Sumarferð (Fjölskylduskemmtun)

Júní Fjölskyldudagur - Nánar auglýst síðar

Auk þess verður boðið upp á nokkrar nýjungar sem verða auglýstar nánar síðar.

Eins og þið sjáið þá hefur ein stór breyting verið gerð á hefðbundinni dagskrá því árshátíð Brimborgar og Brimils hefur verið færð fram í fyrstu helgina í mars eftir fundi með okkur æðri mönnum þá var þessi tímasetning ákveðin.

Við hlökkum til að vera með ykkur í vetur og við vitum að þið hlakkið óskaplega mikið til að vera með okkur Grin

Endilega sendið okkur línu eða kíkið á okkur ef þið viljið koma einhverju á framfæri eða lumið á góðum hugmyndum.

Okkar bestu kveðjur

Stjórnin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrikalega metnaðarfull dagskrá

Margrét Rut Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband