Fótboltamót Brimils 2009

Fótboltamót Brimils og Brimborgar var haldið síðastliðinn föstudag og heppnaðist mjög vel í alla staði. Sex lið mættu til leiks en eitt liðanna spilaði með aðeins þrjá leikmenn en þeir stóðu sig mjög vel þrátt fyrir fámennt...en góðmennt lið:)  Allir mótsgestir skemmtu sér vel bæði í mótinu sem og á verðlaunaafhendingunni  þar sem boðið var upp á pizzur og "´íþróttadrykk" :) Hér eru svo nokkur highlights frá mótinu:
  • Ágúst Hallvarðsson átti skó mótsins, menn töluðu um að þetta væri skór Maradonna frá því hann var í fangelsinu.
  • Hjörtur  var ekki alveg á eitt sáttur við dómarana, en ætlar að bjóða  þeim  í mat fljótlega . 
  • Ingvar Bender var frekar hræddur við Ingólf og henti sér í gólfið/vegginn þegar hann nálgaðist.
  • Eiríkur Haralds fór á kostum í markaskorun eftir að Valmundur hafði gefið honum "íþróttadrykk" . 
  • Hjálmar var óvenju rólegur og vill  fólk meina að það hafi verið út af því að mamma, pabbi og systir hans voru að horfa á hann. 
  • Ótæknilega séð vann liðið Hæðin þar sem 4 af 5 leikmönnum liðsins eru komnir á elliheimili.
  • Elías stjórnarmaður hafði greinilega reiknað með miklum áhuga á þessu móti hjá starfsmönnum Brimborgar því hann  pantaði gríðarlegt magn af pizzum en allt kláraðist þó að lokum.
  Þeir áhorfendur sem lögðu leið sína á þetta fótboltamót eiga heiður skilið. Úrslitin voru þessi
  • Notaðir bílar unnu alla sína leiki
  • B8 komur rétt á eftir þeim
  • Synir Hjartars og Hæðin voru með jafnmörg stig en Synir Hjartars voru með fleiri mörk skoruð.
  • Verkstæði og Unglingarnir voru með jafn mörg stig.
  1. Notaðir bílar
  2. B8
  3. Synir Hjartar
  4. Hæðin
  5. Verkstæði
  6. Unglingarnir
Ég vil þakka öllum fyrir skemmtilegt mót   F.H stjórnarinnarGuffi . 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband