Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Mustang af ítölskum ættum og Volvo fær öryggisverðlaun

Ný færsla er komin á Ford bloggið um magnaðann Ford Mustang af ítölskum ættum og einnig er ný færsla á Volvo blogginu um öryggisverðlaun sem Volvo XC90 var að fá í Bandarikjunum.

Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs

Hafðu samband: thordur@brimborg.is


Vaskir sveinar og Explorer vetnisbíll

Ný færsla er á Volvo vinnuvélabloggi Brimborgar eins og lesa má hér og einnig á Ford blogginu eins og lesa má hér.

Nýjar færslur á Volvo og Ford bloggunum

Nýjar færslur eru komnar á Ford og Volvo bloggið.

Á Volvo blogginu er færsla um ný öryggis- og tækniverðlaun sem Volvo fékk frá tímaritinu Autocar og á Ford blogginu er fjallað um verðlaun frá sama blaði sem aðalhönnuður Ford í Evrópu fékk fyrir framúrskarandi árangur í sínu starfi.


Bíll ársins í Evrópu 2007 - Brimborg með þrjá bíla í úrslitum

Það hefur þegar komið fram í fréttum hjá Brimborg, bæði hér og nánari umfjöllun hér og einnig á Ford blogginu að Ford S-Max sigraði í vali á bíl ársins í Evrópu árið 2007. Verðlaun þessi þykja þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum og er þetta í fimmta sinn sem Ford sigrar.

En við getum verið stolt og ánægð hjá Brimborg. Í upphafi var 41 bíll tilnefndur og síðan komust 8 bílar í úrslit. Af þeim bílum er Brimborg með þrjá bíla. Í fyrsta sæti varð, eins og áður sagði, Ford S-Max og síðan kom Citroën C4 Picasso mjög sterkur inn í þriðja sæti og það var síðan Volco C30 sem náði 7 sætinu.

Alveg einstakur árangur og nú bíðum við Brimborgarar spenntir eftir að þessir bílar komi í hús. Volvo C30 er kominn til landsins en Ford S-Max er væntanlegur í febrúar og Citroën C4 Picasso kemur líklega til okkar næsta vor.

Spennandi ár framundan.

Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs

Hafðu samband: thordur@brimborg.is


Hekla spáir verðlækkun notaðra bíla

Í fréttum á miðvikudaginn, 22. nóv., kom fram hjá forstjóra bílaumboðsins Heklu, að verð notaðra bíla muni lækka á næstu misserum. Á næstu 1-2 árum.

Mun meiri afföll erlendis en hér á landi

Helstu rök forstjórans fyrir þessari spá er sú að afföll hér á landi séu lægri en afföll á nágrannalöndum okkar. Þetta er rétt hjá forstjóranum þó saman hafi dregið undanfarin ár. Mun meiri munur var fyrir nokkrum árum.

Fagmennska nauðsynleg við sölu til bílaleiga

Aukin sala á bílum til bílaleiga hefur einnig áhrif á verðfall notaðra bíla skv. fréttinni því flestir bílaleigubílar eru seldir með svokölluðum endurkaupaskilmálum, þ.e. viðeigandi bílaumboð semur þá um að taka þá til baka að 15 mánuðum liðnum.

Það er mjög mikilvægt að sala til bílaleiga og endurkaup bílanna sé stýrt af fagmennsku til að afstýra verðfalli á bílum sem bílaleigur kaupa. Það er mikilvægt fyrir almenna bílkaupendur, bílaumboð og einnig fyrir bílaleigurnar. Brimborg hefur lagt mikla áherslu á þetta og selur aðeins takmarkað magn til bílaleiga á hverju ári og dreifir magninu á nokkrar bíltegundir og nokkrar bílgerðir til að yfirfylla ekki markaðinn við endurkaupin. Mörg dæmi eru um að bílaumboð hafi ekki hugað að þessu og lagt of mikið kapp á söluna í upphafi en ekki hugleitt afleiðingarnar við endurkaupin. Kapp er best með forsjá.

Nýir bílar öruggari en eldri bílar

Einnig telur forstjórinn að mikil þróun í nýjum bílum hvað varðar eyðslu, mengun og öryggisbúnað hafi áhrif. Á undanförnum árum hefur orðið gífurleg þróun í nýjum bílum. Meiri búnaður, sparneytnari bílar, vistmildari og ekki síst öruggari hafa litið dagsins ljós. Sænskar rannsóknir, t.d. rannsóknir Folksam í Svíþjóð, hafa sýnt fram á að 5 ára gamlir bílar eru t.d. margfalt öruggari en 10 ára gamlir bílar og nýjir bílar ennfremur mun öruggari en 5 ára gamlir bílar. Á sama tíma hefur verð nýrra bíla í raun lækkað að raunvirði og sérstaklega ef tekið er tillit til aukins búnaðar og aukinnar tækni eins og nefnt var. Því er ljóst að þetta hefur áhrif til verðlækkunar notaðra bíla.

Með því að smella á þessa slóð má hlusta á viðtalið við forstjóra Heklu, Knút G. Hauksson, um væntanlega verðlækkun á notuðum bílum.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Hafðu samband: egillj@brimborg.is


Tveir heimsmeistaratitlar í hús hjá Brimborg

Það hafa verið að berast góðar fréttir í hús til Brimborgar undanfarið. Tveir heimsmeistaratitlar í húsi.

Fyrst skal nefna að franski ökuþórinn, Sebastian Loeb, hefur tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna í ralli fyrir árið 2006 jafnvel þó enn sé ein keppni eftir. Loeb hefur sýnt snilldartilþrif í rallinu en hann ekur á Citroën. Nánar er fjallað um þetta á Citroën blogginu sem þú getur lesið með því að smella hér.

Þá er að nefna að um helgina krækti Ford sér í heimsmeistaratitil bílaframleiðenda í ralli fyrir árið 2006 þó ein keppni sé eftir. Þetta er stór áfangi fyrir Ford. Nánar er fjallað um þetta á Ford blogginu og þú þarft bara að smella hér til að komast þangað.

Það er ástæða til að fagna þessum frábæra árangri.

Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs

Hafðu samband: thordur@brimborg.is


Nýyrði vantar yfir "Crossover" bíla

Ástkæra, ylhýra málið okkar, íslenskan, á það skilið að við reynum af fremsta megni að finna góð íslensk orð yfir ný erlend orð sem eru að ná útbreiðslu t.d. sökum nýrrar tækni. Ég sá á vefnum þennan vef þar sem óskað er eftir tillögum að nokkrum orðum. Eitt orðið vakti sérstaka athygli mína. Það er orðið "Crossover". Ég er nefnilega að leita að góðu orði yfir sama orð þó í aðeins annarri merkingu en þetta sem ég sá á vefnum. 

Ég skrifaði um daginn á Ford bloggið um svokallaða "Crossover" bíla. Um þá má lesa hér. Þessi gerð bíla verður sífellt vinsælli og er hægt og sígandi að taka yfir hina hefðbundnu jeppa eins og Toyota Landcruiser. Þeir deyja út smátt og smátt.

Einn fyrsti bíllinn í þessum flokki bíla var t.d. Volvo XC70 sem er fjórhjóladrifinn fólksbíll í station útgáfu en er með veghæð jeppans. Yfrbyggingin líkist frekar fólksbíl en jeppa og auðvelt er að setjast inn því hann er ekki eins hár og jeppar hvað sætisstöðu varðar þó hann sé jafn hár eða hærri en t.d. Landcusier undir lægsta punkt.

Síðan er önnur gerð "Crossover" bíla sem er eins og ég fjallaði um um daginn. Það var Ford Edge sem er að koma á markað í Bandaríkjunum í nóvember og sjá má hér. Svipaður bíll er t.d. Lexus RX350 eins og sjá má hér.

Þessi bílar eru eins og Volvo XC70 með fjórhjóladrif og veghæð jeppa en yfirbyggingin er hærri og því líkari jeppum hvað það varðar. En um leið er sætishæðin líka hærri þó hún sé heldur undir sætishæð hefðbundinna jeppa. Þessir bílar hafa oft verið kallaðir hér á landi Sportjeppar.

Nú væri gaman að heyra í einhverjum lesendum hvort þeir hafi hugmynd um betri orð yfir þessar tvær tegundur bíla:

Volvo XC70:

Ford Edge:

Endilega setjið athugasemdir í kommentakerfið. 


Nýjar bloggfærslur á Brimborgar bloggunum

Það eru komnar nýjar færslur á Ford og Citroën bloggunum.

Á Ford bloggið er komin færsla um Ford Shelby Mustang GT500. Smelltu hér til að lesa.

Á Citroën blogginu er færsla sem fjallar um kostun Citroën á Eddunni núna um helgina og þar getur þú horft á kostunarstikluna. Smelltu hér til að lesa.


Fyrirtækjablogg í umræðunni

Viðskiptablaðið fjallar í dag um fyrirtækjablogg. Umfjöllunin kemur í kjölfar umræðunnar sem hefur vaknað um þessa leið til samskipta í viðskiptum eftir að Brimborg byrjaði að blogga.

Lestu greinina með því að smella hér.


Breytingar á Brimborgarblogginu

Blogg Brimborgar hefur vakið gríðarlega athygli. Brimborg hóf að blogga 23. okt. 2006. Brimborgarbloggið kom í kjölfar míns eigins bloggs sem stofnað var 8. september. 2006. Samanlagt hafa næstum 13 þúsund heimsóknir verið skráðar á bloggin á þessum stutta tíma.

Fjölmiðlar hafa vakið máls á blogginu og það er rætt víða í viðskiptalífinu. Fjölmargir hafa lagt orð í belg í athugasemdakerfinu, sumir jafnvel misst sig (fjórir Tounge) en aðrir mjög ánægðir og enn fleiri hafa sent okkur tölvupóst eða hringt til að fagna þessu framtaki. Það er ljóst að Brimborg hefur brotið blað með þessu frumkvæði hér á landi og ný leið til samskipta við viðskiptavini er að ryðja sér til rúms.

Í dag fékk ég símtal frá manni sem starfar í fyrirtæki sem hefur sterka stöðu á vefnum hér á landi. Lýsti hann yfir mikilli ánægju með þetta framtak og benti á að hann hefði sótt námskeið um daginn á vegum ÍMARK þar sem fyrirtækjablogg hefði meðal annars verið ítarlega fjallað um. Fjölmargir aðrir aðilar á þessu sviði hafa einnig haft samband og viljað fræðast meira um stefnu Brimborgar á þessu sviði og hvert við teljum að þetta leiði.

Það er ljóst að þróunin er gríðarlega ör og möguleikarnir eru endalausir. Þetta er ný leið til samskipta.

Þrátt fyrir að ekki sé langur tími, aðeins 3 vikur, síðan Brimborg hóf að blogga þá er strax kominn tími á breytingar. Það er auðvitað þannig að þegar maður fer inn á ókunn mið þá veit maður ekki nákvæmlega hvar maður mun enda. Þannig er fyrirtækjabloggið. Maður hefur engin viðmið og verður því að prófa allt sjálfur. Reka sig á. Bæta sig. Læra.

Á þessum tíma höfum við lært margt en eitt er alveg augljóst. Eitt blogg er ekki nóg. Nei, við þurfum 12 blogg. Já, nú halda flestir, ef ekki allir, að maður sé orðinn endanlega ruglaður. Ekki höfðu margir trú (reyndar enginn) á því að maður myndi ná að halda úti einu bloggi. Hvað þá tveimur þegar Brimborgarbloggið bættist við. En 12 blogg.

Er þetta ekki bara eitthvað rugl? Það er von að menn spyrji.

Nei, þetta er ekkert rugl. Ástæðan er einföld og er fullkomlega í samræmi við þróun Brimborgar og stefnu fyrirtækisins. Brimborg er umboðsaðili fjölmargra birgja. Þeir hafa mismunandi gildi og mismunandi viðskiptavini og eru í reynd gífurlega ólíkir. Því varð fljótlega ljóst að hver og einn birgi varð að fá sitt eigið blogg. Og Brimborg sitt eigið blogg. Og starfsmannafélagið óskaði fljótlega eftir eigin bloggi. Nú og svo auðvitað mitt blogg.

Hvar ætlar þetta að enda? Það er von að menn spyrji.

Svarið er aldrei. Þetta kallar á meira. Kallar á nýjar tengingar bloggins við vef Brimborgar sem við lítum á sem samskiptamiðju. Í gegnum vefinn munu viðskiptavinir í auknum mæli hafa samskipti við okkur í Brimborg. Hefðbundnar samskiptaleiðir verða auðvitað í boði áfram en samskiptin munu meir og meir fara í gegnum vefinn. Á næstu dögum og vikum munu notendur vefsins sjá breytingar í þessa átt.

Bloggin sem tengjast Brimborg eru listuð upp hér fyrir neðan. Veldu það blogg eða þau blogg sem þú hefur áhuga á eða sem hentar þér af einhverjum ástæðum. Til að einfalda hlutina þá munt þú geta nálgast bloggin í gegnum vef Brimborgar þannig að nægjanlegt er fyrir þig að muna vefslóð Brimborgar, www.brimborg.is. Þaðan verða samskiptabrautir til allra átta.

En hér koma bloggin en hafið í huga að þau eru mislangt á veg komin.

Brimborgarbloggið,

Mitt eigið blogg, egill.blog.is

Fordbloggið

Volvobloggið

Citroënbloggið

Mazdabloggið

Volvo trukkabloggið

Volvo pentabloggið

Volvo vinnuvélabloggið

Blogg starfsmannafélags Brimborgar

Lincolnbloggið

Daihatsubloggið

Við munum halda áfram að þróa bloggin og munum gera breytingar reglulega. Næst er framundan að vinna í útliti blogganna og vonandi fara að sjást breytingar á þeim vettvangi fljótlega.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Hafðu samband: egillj@brimborg.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband