Brimborg bloggar

Brimborg er í hópi þriggja stærstu bílaumboða landsins. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 150 manns við að þjónusta viðskiptavini Volvo, Ford, Mazda, Daihatsu, Lincoln og Citroën ásamt Volvo vörubílum, vinnuvélum og bátavélum. Líklega er Brimborg fyrsta íslenska fyrirtækið, a.m.k. í hópi stærstu fyrirtækja landsins, til að brjóta ísinn og nota bloggið sem samskiptaleið hér á landi. Blogg Brimborgar er www.brimborg.blog.is.

Stjórnendur og starfsmenn Brimborgar munu nota bloggið sem samskiptaleið við viðskiptavini og fjölmiðla og í reynd við samfélagið í heild, til að koma upplýsingum á framfæri á hraðvirkan og skilvirkan hátt. Við lítum á bloggið sem viðbót við vef fyrirtækisins, www.brimborg.is, sem er í dag orðinn einn stærsti bílavefur landsins.

Lesendur eru boðnir velkomnir og hvattir til að setja inn athugasemdir, á kurteisan og yfirvegaðan, hátt um þau málefni sem bloggað er um hverju sinni. Við munum leitast við að þróa útlit og form bloggsins eftir því sem tíminn líður og meiri reynsla kemur á þetta samskiptaform.

Netfang Brimborgar er brimborg@brimborg.is og vefurinn er www.brimborg.is.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Brimborg ehf.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband