Um Brimborg - Hafðu samband

Um Brimborg 

Brimborg er í hópi þriggja stærstu bílaumboða landsins. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 150 manns við að þjónusta viðskiptavini Volvo, Ford, Mazda, Daihatsu, Lincoln og Citroën ásamt Volvo vörubílum, vinnuvélum og bátavélum. Líklega er Brimborg fyrsta íslenska fyrirtækið, a.m.k. í hópi stærstu fyrirtækja landsins, til að brjóta ísinn og nota bloggið sem samskiptaleið hér á landi. Blogg Brimborgar er www.brimborg.blog.is.

Tilgangur bloggs Brimborgar 

Stjórnendur og starfsmenn Brimborgar munu nota bloggið sem samskiptaleið við viðskiptavini og fjölmiðla og í reynd við samfélagið í heild, til að koma upplýsingum á framfæri á hraðvirkan og skilvirkan hátt. Við lítum á bloggið sem viðbót við vef fyrirtækisins, www.brimborg.is, sem er í dag orðinn einn stærsti bílavefur landsins.

Flokkun bloggfærslna. Hvernig er best að lesa bloggið? 

Til að auðvelda lesendum að finna efni við sitt hæfi þá verður Brimborgarbloggið flokkað. Um leið og farið er inn á bloggið sjást allar bloggfærslur því færsluflokkurinn Bloggar er sjálfgefinn og hann inniheldur allar færslur. Þær er hægt að skoða með því að skrolla niður síðuna og síðan velja næstu síðu þegar komið er neðst.

Hægt er að þrengja val um færslur með því að velja ákveðna færsluflokka. Ef valinn er færsluflokkurinn "Bloggar" þá koma allar færslur. Ef t.d. er valinn færsluflokkurinn "Ford" birtast aðeins færslur sem beinlínis tengjast Ford. Ef valinn er færsluflokkurinn Brimill koma eingöngu færslur sem tengjast starfsmannafélagi Brimborgar og færsluflokkurinn Brimborg almennt skýrir sig þá sjálfur.

Athugasemdir frá lesendum eru velkomnar

Lesendur eru boðnir velkomnir og hvattir til að setja inn athugasemdir, á kurteisan og yfirvegaðan hátt, um þau málefni sem bloggað er um hverju sinni. Við munum leitast við að þróa útlit og form bloggsins eftir því sem tíminn líður og meiri reynsla kemur á þetta samskiptaform.

Hrós eða kvartanir og önnur samskipti

Hrós eða kvartanir um þjónustu Brimborgar eru velkomnar því við lítum á hvorutveggja sem ókeypis ráðgjöf. En við viljum beina þeim í ákveðinn farveg og erum að vinna í að koma upp hnappi á vefsíðu Brimborgar. Hnappurinn mun bera heitið "Hrós eða kvörtun" og óskum við eftir því að sú formlega leið verði valin til að koma þeim ábendingum um hrós eða kvörtun á framfæri. Öllum verður svarað innan eðlilegra tímamarka.

Einnig er hægt að hafa samband við Brimborg með því að senda fyrirspurnir á netfangið brimborg@brimborg.is. Vefur Brimborgar er www.brimborg.is.

Heimilisfang fyrirtækisins er: Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík. Aðalsími á skiptiborði er 515 7000.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Hafðu samband: egillj@brimborg.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband