Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Ómar R. Valdimarsson hafði Brimborg fyrir rangri sök

Frumkvöðlamenning í Brimborg 

Það er alltaf áhætta að vera brautryðjandi. En við hjá Brimborg teljum að það sé áhættunnar virði að taka skref sem aðrir þora ekki að taka. Við metum það svo að það sé í raun meiri áhætta að liggja á meltunni og taka enga áhættu. Við leggjum á það áherslu að vera brautryðjendur á helst öllum þeim sviðum sem tengjast okkar rekstri. Í skipulagi. Í markaðssetningu. Í fjármálum. Í almannatengslum. Í þróun þjónustu. Í starfsmannamálum. Í samskiptum. Í gæðamálum. Í netmálum. O.s.frv.

Brimborg fyrst íslenskra stórfyrirtækja að blogga

Í gær byrjaði Brimborg að blogga. Sennilega fyrst íslenskra stórfyrirtækja. Skref sem felur í sér margar hættur. Hættur sem við höfum kortlagt. En um leið skapar þetta skref okkur marga möguleika. Margvíslegan ávinning. Einnig kortlagt.

Brautryðjendastarf skapar oft titring, stundum illskiljanlegan

Á fyrsta degi urðum við fyrir ómaklegri árás. Ómar R. Valdimarsson birti þessa bloggfærslu á blogginu sínu í dag. Ég, fyrir hönd Brimborgar, gerði alvarlega athugasemd við bloggfærslu Ómars. Í kjölfarið viðurkennir Ómar í þessari bloggfærslu á blogginu sínu mistök sín.

Árásin snérist upp í ávinning fyrir Brimborg. Fyrir þá sem nenna að pæla má segja að þar hafi samhengi hlutanna ráðið miklu. Málinu er lokið af okkar hálfu. Við óskum Ómari velfarnaðar.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Hafðu samband: egillj@brimborg.is


Ómar og týnda bloggfærslan

Ómar PR maður týnir bloggfærslu

Ómar nokkur Valdimarsson, PR maður (lesist almannatengslamaður) og framkvæmdastjóri Íslenskra almannatengsla ehf., www.ispr.is skrifaði bloggfærslu á bloggið sitt og vændi mig um að hafa eytt út þessari bloggfærslu á þessu nýja bloggi Brimborgar sem er brimborg.blog.is. Út frá því ályktaði maðurinn að fyrirtækið væri ekki öruggur staður til að vera á.

Rangar forsendur valda rangri ályktun PR mannsins 

Ég var nú bara rétt í þessu að reka augun í þessa færslu hjá manninum og tel ástæðu til að leiðrétta hann. Engin bloggfærsla hefur týnst enda hefur hún verið þarna inni alveg frá því hún fór inn í gærkvöldi. Nokkru eftir að ég setti inn bloggfærsluna gerði Ómar athugasemd sem ég þakkaði fyrir og svaraði nokkrum mínútum síðar. Og svo bætti ég um betur nokkru síðar með annarri athugasemd. Þar hvet ég lesendur til að koma með athugasemdir og setja inn þau fyrirtæki sem eru farin að blogga á Íslandi í dag. Einnig setti ég spurningamerki í fyrirsögnina. Að öðru leiti er færslan nákvæmlega eins.

Brimborg er öruggur staður til að vera á

Þar sem maðurinn ályktaði út frá rangri forsendu hlýtur hann að vera sammála mér að Brimborg er einmitt öruggur staður til að vera á þegar í ljós er komið að færslan er ekki horfin. Enda augljóst mál að ég, eða Brimborg, myndi aldrei henda út bloggfærslu sem þegar er komin inn. Né athugasemdum ef út í það er farið.

Ég hef einnig sent inn athugasemdir á bloggið hans Ómars en hef upskorið þögnina eina. Ég bíð spenntur eftir afsökunarbeiðni Ómars og stend við bloggfærsluna mína.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Hafðu samband: egillj@brimborg.is


Brimborg fyrst íslenskra fyrirtækja til að blogga?

Tækninni fleygir fram 

Síminn þótti eitt sinn undravert samskiptatæki. Hann er það auðvitað enn en er orðinn hluti af daglegu lífi. Tekur því varla að nefna hann. Það sama á við um gemsann. Með tilkomu netsins varð tölvupóstur eitt mest notaða samskiptaformið og MSN verður sífellt vinsælla. Aðeins eru 10 ár síðan SMS kom sem ein leið til samskipta og er í dag ein vinsælasta samskiptaleiðin.

Nú er það bloggið.

Bloggið að springa út 

Á heimsvísu eru bloggsíður til í milljónavís og fjöldinn eykst með hverjum degi. Bloggsíður hafa mestmegnis verið á vegum einstaklinga hingað til. Bandarísk fyrirtæki hafa aftur á móti verið í farabroddi hvað það varðar að nota bloggið sem eina af þeim leiðum sem fyrirtæki geta notað til að hafa samskipti við sína viðskiptavini. Hægt og bítandi er þessi leið að færa út kvíarnar út fyrir Bandaríkin og nú hefur Brimborg ákveðið að taka skrefið hér á landi.

Líklega fyrsta íslenska fyrirtækið til að byrja að blogga. Bloggið er www.brimborg.blog.is.

Bloggið sem leið til samskipta 

Stjórnendur og starfsmenn Brimborgar munu nota bloggið sem samskiptaleið við viðskiptavini og fjölmiðla og í reynd við samfélagið í heild, til að koma upplýsingum á framfæri á hraðvirkan og skilvirkan hátt. Við lítum á bloggið sem viðbót við vef fyrirtækisins, www.brimborg.is, sem er í dag orðinn einn stærsti bílavefur landsins. Þú getur lesið nánar um tilgang bloggs Brimborgar með því að smella hér

Undirritaður, framkvæmdastjóri Brimborgar, hóf sjálfur að blogga þann 8. september á blogginu www.egill.blog.is og teljum við að þetta skref sem Brimborg tekur núna eðlilegt framhald af því.

Athugasemdir velkomnar

Allir lesendur eru boðnir velkomnir og hvattir til að setja inn athugasemdir, á kurteisan og yfirvegaðan hátt, um þau málefni sem bloggað er um hverju sinni. Við munum leitast við að þróa útlit og form bloggsins eftir því sem tíminn líður og meiri reynsla kemur á þetta samskiptaform.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Hafðu samband: egillj@brimborg.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband