Aðalfundur

Aðalfundur félagsins verður haldin 15. september 2010 kl 18:15 í efra mötuneyti Brimborgar Bíldshöfða 6.

 Aðalfundarkveðja

Stjórnin


Sumarferð

Sælir Brimlar Þá er komið að Sumarferðinni J Að þessu sinni ætlum við að halda að Varmalandi í Borgarfirði helgina 26-27 júní. Skráningarfrestur er til 11. júní næstkomandi og fer skráning fram á skiptiborðinu.Vinsamlega hengið upp auglýsinguna svo allir í deildinni sjái.Hlökkum til að sjá ykkur öllJ

 

 
 
 

Það er margt verra en óvissa þó hún geri marga svolítið hissa

Sæl öll
Nú hefur stjórnin hafist handa við að skipuleggja hina árlegu óvissuferð Brimborgar og Brimils:)
Við höfum skoðað hús útrásarvíkinganna á Tortolla, einkaþotur Björgúlfsfeðga sem nú liggja undir skemmdum vegna lítillar notkunnar svo 
ekki sé minnst á lúxussnekkju Nonna litla Ásgeirs sem bundin er við ónefnda höfn í fjarlægu landi.
En meira fáið þið ekki að vita í bili um það sem gert verður í ferðinni...
Hér eru helstu upplýsingar:
Óvissuferð 12. maí 2010
Brottför 18:15
Verð 3.500,-
Þetta er starfsmannaskemmtun.
Skráningarfrestur er til hádegis 20. apríl.
Athugið að skráningargjald er óafturkræft eftir að skráningartími er liðinn.
Óvissuferð
Það er spurning hvort keppt verði í húsverkum neðansjávar???
Best regards from a galaxy far far away...
Stjórnin

Keilumót 9.apríl

FEEEEEEEEEEEEEEEELLA!

 

Nú þarft þú að losa um vöðvabólguna og fara að pússa upp kúluna þína því það er komið að árlegu Keilumóti Brimils og Brimborgar!

 

Keilumótið verður haldið hátíðlegt þann 9. apríl næstkomandi og verður spilað í 4ra manna liðum.

 

Mæting kl 19:30 í Keiluhöllina.

 

Skráning fer fram á skiptiborði og henni lýkur á hádegi miðvikudaginn 7. apríl.

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

 keila Þess má geta að það reyndist erfitt að ná þessarri mynd sökum mikillar norðanáttar, keilurnar voru sífellt að detta á hliðina! FellandikveðjaStjórnin p.s. Vinsamlega hengið upp svo allir í deildinni sjái auglýsinguna.

Páskabingó

Páskar

Brrruuummm

 Áfram áfram áfram bílstjóri...

Við minnum á að það er mikilvægt að skrá sig í rútu fyrir árshátíðina fyrir þá sem það vilja:)
Það verður brottför frá Brimborg stundvíslega kl.18:15
Fyrsta rúta tilbaka um kl: 00:00
Alltafsíðastirheimrútan fer um kl: 02:00

 

Rúta

Brrrruuuuummmmmkveðja
Stjórnin

Árshátíð

Árshátíð

Taktu daginn frá...

 Taktu daginn frá...

Nýtt ár heilsar - breytt dagskrá

Sæl öll

Við þökkum allt gamalt og gott Grin

Næst á dagskrá Brimils er skautaferð með allri fjölskyldunni þann 13. janúar næstkomandi.

Við ætlum að hittast í Egilshöllinni milli kl 17-19 og eftir rokkandi flott tilþrif á svellinum ætlum við að fá okkur pizzu saman.

Hér fyrir neðan er dagskrá vetrarins, vinsamlega athugið breytta dagsetningu á árshátíðinni Wizard

 

13. janúar Skautaferð (Fjölskylduskemmtun)

29. janúar Þorrablót (Makar)

27. febrúar ÁRSHÁTÍÐ (Makaskemmtun)

Febrúar Þrifvikan - nánar auglýst síðar (starfsmenn)

Mars Leikhúsferð - nánar auglýst síðar (makar)

23. mars Páskabingó 18-20 (Fjölskylduskemmtun)

9. apríl Keilumót (Starfsmenn)

7. maí Fótboltamót (Starfsmenn)

28. maí Óvissuferð (Starfsmenn)

25-27. júní Sumarferð (Fjölskylduskemmtun)

Júní Fjölskyldudagur - Nánar auglýst síðar


Næstu atburðir Brimils

Sæl öll

Hér koma nýjustu fréttir af atburðum Brimils.

Jólabíó verður næstkomandi miðvikudag, 2. desember Grin

Jólahlaðborð verður næstkomandi föstudag, 4. desember í hádeginu Grin

Jólaball fellur niður sökum ónógrar þátttökuFrown

 Bestu jólakveðjur

Stjórnin


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband