Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Jólahlaðborð
Jólahlaðborð Brimils og Brimborgar
4. desember í hádeginu
Allar frekari upplýsingar má finna í auglýsingum sem hengdar verða upp víðsvegar um fyrirtækið og í pósti.
Með okkar bestu jólakveðju
Stjórnin
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Jólaball
Jólaball Brimils og Brimborgar
16. desember mili kl 18-20
Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur
Verð 500,- á barn
Skráning fer fram á skiptiborði og er síðasti skráningardagur 1. desember
Með bestu jólakveðju
Stjórnin
p.s. við erum búin að hafa samband upp í Esju og tveir jólasveinar eru á leiðinni til byggða
Brimill | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Brimlar í bíó
Stjórn Brimils kynnir tilboð í bíó á jólamyndina í ár A Christmas Carol með Jim Carrey.
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Stóra Þrifvikumálið
Obbobb...bobb!
Nú ruggaðist báturinn helst til mikið!
Smá leiðrétting hérna á kantinum, við hjá Brimli ætlum ekkert að koma nálægt Þrifvikunni heldur var hún sett inn í dagskrána svona til þess að allir borgararnir við Brimið vissu hvað væri happening á næstu vikum og mánuðum.
Flott ábending og endilega látið í ykkur heyra :)
Með bestu kveðju
Stjórnin
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Ný stjórn tekur við
Sæl öll
Nú hefur ný stjórn tekið völdin í Brimli og fyrsti fundur hefur farið fram þar sem stöðum stjórnarinnar var bróðurlega skipt niður og hér kemur skipun í helstu stöður:
Formaður: Guðfinnur nokkur Helgi aka Guffi
Gjaldkeri: Gunnar Axel með Anítu sem sérskipaðan sidekick
Bloggstjóri/ritari: Aníta
Meðstjórnendur: Ottó og Jón Bjarki
Hér koma svo fyrstu drög að dagskrá vetrarins
4. desember Jólahlaðborð í hádeginu (Starfsmenn)
15 eða 16. desember Jólaball 18-20 (Fjölskylduskemmtun)
12. janúar Skautaferð (Fjölskylduskemmtun)
29. janúar Þorrablót (Makar)
Febrúar Leikhúsferð - nánar auglýst síðar (makar)
Febrúar Þrifvikan - nánar auglýst síðar (starfsmenn)
6. mars ÁRSHÁTÍÐ (Makaskemmtun)
23. mars Páskabingó 18-20 (Fjölskylduskemmtun)
9. apríl Keilumót (Starfsmenn)
7. maí Fótboltamót (Starfsmenn)
28. maí Óvissuferð (Starfsmenn)
25-27. júní Sumarferð (Fjölskylduskemmtun)
Júní Fjölskyldudagur - Nánar auglýst síðar
Auk þess verður boðið upp á nokkrar nýjungar sem verða auglýstar nánar síðar.
Eins og þið sjáið þá hefur ein stór breyting verið gerð á hefðbundinni dagskrá því árshátíð Brimborgar og Brimils hefur verið færð fram í fyrstu helgina í mars eftir fundi með okkur æðri mönnum þá var þessi tímasetning ákveðin.
Við hlökkum til að vera með ykkur í vetur og við vitum að þið hlakkið óskaplega mikið til að vera með okkur
Endilega sendið okkur línu eða kíkið á okkur ef þið viljið koma einhverju á framfæri eða lumið á góðum hugmyndum.
Okkar bestu kveðjur
Stjórnin
Brimill | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Frábær óvissuferð
Brimill skipulagði frábæra óvissuferð þann 18. apríl. Henni verður best lýst með bréfi frá einum hressum þátttakanda:
"Sæl öll
Mig langar að þakka fyrir frábæra óvissuferð hjá stjórn Brimils.
Ótrúlegt hugmyndarflug sem þessi stjórn hefur! Að fara með starfsmennina á fjórhjól í sundskýlu og enda svo á kæjak allsberir gerði þetta að meiriháttari ferð. Ég vona að enginn missi af næstu óvissuferð!
Stelpur þið misstuð af miklu! 25 strákar hver öðrum sætari (ég samt sætastur) og allir með ótrúlega sönghæfileika þegar líða fór á kvöldið og svo sló brandarakeppnin hans Hjartar í gegn í rútunni á leiðinni heim :)
Nóg var af veigum og kynning í bjórverksmiðju átti þar stóran hlut og gott dæmi um velhugsaðan atburð, að vísu var einn galli á gjöf Njarðar....óteljandi pissustopp óvissufaranna! Svo mörg voru þau að erlendir ferðamenn voru farnir að taka myndir!
Næst var ferðinni heitið í sund í Minni Borgum og þar fengu óvissufarar ljúffengar heimasmurðar samlokur sem slógu algjörlega í gegn ;)
Við fengum afnot af íþróttasal í Minni Borgum til þess að snæða samlokurnar en verst var að sumir (2 aðilar ekki nefndir á nafn) misskildu þetta aðeins því þeir byrjuðu að afklæða sig og okkur hinum leist ekki á blikuna! Þeir héldu sem sagt að við mundum ekki fá að fara í sundklefann því við vorum svo margir saman :) Rennibrautin og stelpurnar 2 sem voru í sundinu höfðu mikið aðdráttarafl á okkur strákana:)
Eftir sundið var svo aftur haldið upp í rútuna og allir með hugmyndir hvað mundi gerast næst en enginn hafði rétt fyrir sér !
Veiðisafnið var næsti viðkomustaður og enn og aftur mættum við á frábærum tíma því nýinnkomnar voru 25 yngismmeyjar frá Skagafirði að skoða safnið og lifnaði þá yfir okkur því þetta var sannkallaður veiðistaður!!
Eftir velheppnaða veiði var haldið í DRAUGASETRIÐ á Stokkseyri, sumir voru hræddari en aðrir, nefnum engin nöfn, en ELLI..hvað var málið með þig :) Nokkrir óvissufarar voru ansi snöggir í gegnum draugahúsið... Eftir það voru allir vissir um að ferðinni væri heitið í Rauða Húsið í humar en aftur höfðu óvissufararnir rangt fyrir sér því þá voru okkur boðið í mat innan um alla draugana!
Þegar líða tók á kvöldið tók Elli gítarsnillingur upp gítarinn og fórum við 25 tenórarnir að syngja við mikinn fögnuð drauganna sem dönsuðu og klöppuðu vel fyrir okkur.
Aftur þakka ég öllum þessum 25 heiðursmönnum fyrir skemmtilegan dag :)
Það eru komnar myndir inn á sameignina!
Kv. Guðfinnur"
Brimill | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Fótboltamót Brimils 2009
- Ágúst Hallvarðsson átti skó mótsins, menn töluðu um að þetta væri skór Maradonna frá því hann var í fangelsinu.
- Hjörtur var ekki alveg á eitt sáttur við dómarana, en ætlar að bjóða þeim í mat fljótlega .
- Ingvar Bender var frekar hræddur við Ingólf og henti sér í gólfið/vegginn þegar hann nálgaðist.
- Eiríkur Haralds fór á kostum í markaskorun eftir að Valmundur hafði gefið honum "íþróttadrykk" .
- Hjálmar var óvenju rólegur og vill fólk meina að það hafi verið út af því að mamma, pabbi og systir hans voru að horfa á hann.
- Ótæknilega séð vann liðið Hæðin þar sem 4 af 5 leikmönnum liðsins eru komnir á elliheimili.
- Elías stjórnarmaður hafði greinilega reiknað með miklum áhuga á þessu móti hjá starfsmönnum Brimborgar því hann pantaði gríðarlegt magn af pizzum en allt kláraðist þó að lokum.
- Notaðir bílar unnu alla sína leiki
- B8 komur rétt á eftir þeim
- Synir Hjartars og Hæðin voru með jafnmörg stig en Synir Hjartars voru með fleiri mörk skoruð.
- Verkstæði og Unglingarnir voru með jafn mörg stig.
- Notaðir bílar
- B8
- Synir Hjartar
- Hæðin
- Verkstæði
- Unglingarnir
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Þorrablót 2009
Um kl. 21:30 mættu Benni og Elli eða "Rétt yfir meðallagi" eins og þeir kalla sig. Þeir tóku nokkur vel valin lög við frábærar undirtektir viðstaddra og stóðu sig eins og sannir áhugamenn :). Eftir frábæra tónleika og meira át og drykkju fóru allir vel saddir og blótaðir ýmist heim á leið eða á djammið.
Stjórnin þakkar öllum sem mættu fyrir góða skapið og góða skemmtun...
Brimill | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Skautaferð Brimils
En þátttakan að þessu sinni var ágæt og voru tæplega 80 menn, konur og börn mætt til leiks til að sýna listir sínar sem tókst bara alveg prýðilega vel.
Eftir smá skauterý skelltu allir smá pizzu í sig af bestu lyst og svo var farið aftur niður á svellið til að klára nokkrar lokaæfingar.
Stjórnin þakkar fyrir mikla skautagleði.
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. desember 2008
Vel heppnað jólahlaðborð
Þann 5. desember var haldið jólahlaðborð í hádeginu þar sem menn og konur gæddu sér á síld, laxi, pörusteik og fleira góðgæti. Þessu var svo skolað niður með þessari fínu jólablöndu af malti og appelsíni. Ekki var annað að sjá en að flestir væru bara hæstánægðir með herlegheitin enda bæði matur og félagskapur af bestu gerð. Stjónin vill þakka fyrir góða þátttöku með von um gott samstarf á komandi ári.
Jólakveðja, stjórnin
Brimill | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)