Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Þorrablót 2009

Þorrablót Brimils var haldið 7. febrúar og voru um 48 manns mættir til matar. Var ekki annað að sjá á þeim sem mættu að maturinn væri bara hin fínasta blanda af súru og sætu því megnið af matnum kláraðist og menn sátu svo við blótið fram eftir kvöldi meðan nartað var í afganga og hákarl.

Um kl. 21:30 mættu Benni og Elli eða "Rétt yfir meðallagi" eins og þeir kalla sig. Þeir tóku nokkur vel valin lög við frábærar undirtektir viðstaddra og stóðu sig eins og sannir áhugamenn :). Eftir frábæra tónleika og meira át og drykkju fóru allir vel saddir og blótaðir ýmist heim á leið eða á djammið.

Stjórnin þakkar öllum sem mættu fyrir góða skapið og góða skemmtun...

 


Skautaferð Brimils

Í dag 9. janúar 2009 var farið á skauta í Egilshöllinni og öllum til mikillar hamingju ákváðu starfsmenn hallarinnar að sleppa þessum blessuðu brunaæfingum sem voru í fyrra því þær fóru víst ekki vel í unga fólkið.

En þátttakan að þessu sinni var ágæt og voru tæplega 80 menn, konur og börn mætt til leiks til að sýna listir sínar sem tókst bara alveg prýðilega vel.

Eftir smá skauterý skelltu allir smá pizzu í sig af bestu lyst og svo var farið aftur niður á svellið til að klára nokkrar lokaæfingar.

 Stjórnin þakkar fyrir mikla skautagleði.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband