Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Næstu atburðir Brimils
Sæl öll
Hér koma nýjustu fréttir af atburðum Brimils.
Jólabíó verður næstkomandi miðvikudag, 2. desember
Jólahlaðborð verður næstkomandi föstudag, 4. desember í hádeginu
Jólaball fellur niður sökum ónógrar þátttöku
Bestu jólakveðjur
Stjórnin
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Jólahlaðborð
Jólahlaðborð Brimils og Brimborgar
4. desember í hádeginu
Allar frekari upplýsingar má finna í auglýsingum sem hengdar verða upp víðsvegar um fyrirtækið og í pósti.
Með okkar bestu jólakveðju
Stjórnin
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Jólaball
Jólaball Brimils og Brimborgar
16. desember mili kl 18-20
Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur
Verð 500,- á barn
Skráning fer fram á skiptiborði og er síðasti skráningardagur 1. desember
Með bestu jólakveðju
Stjórnin
p.s. við erum búin að hafa samband upp í Esju og tveir jólasveinar eru á leiðinni til byggða
Brimill | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Brimlar í bíó
Stjórn Brimils kynnir tilboð í bíó á jólamyndina í ár A Christmas Carol með Jim Carrey.
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Stóra Þrifvikumálið
Obbobb...bobb!
Nú ruggaðist báturinn helst til mikið!
Smá leiðrétting hérna á kantinum, við hjá Brimli ætlum ekkert að koma nálægt Þrifvikunni heldur var hún sett inn í dagskrána svona til þess að allir borgararnir við Brimið vissu hvað væri happening á næstu vikum og mánuðum.
Flott ábending og endilega látið í ykkur heyra :)
Með bestu kveðju
Stjórnin
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Ný stjórn tekur við
Sæl öll
Nú hefur ný stjórn tekið völdin í Brimli og fyrsti fundur hefur farið fram þar sem stöðum stjórnarinnar var bróðurlega skipt niður og hér kemur skipun í helstu stöður:
Formaður: Guðfinnur nokkur Helgi aka Guffi
Gjaldkeri: Gunnar Axel með Anítu sem sérskipaðan sidekick
Bloggstjóri/ritari: Aníta
Meðstjórnendur: Ottó og Jón Bjarki
Hér koma svo fyrstu drög að dagskrá vetrarins
4. desember Jólahlaðborð í hádeginu (Starfsmenn)
15 eða 16. desember Jólaball 18-20 (Fjölskylduskemmtun)
12. janúar Skautaferð (Fjölskylduskemmtun)
29. janúar Þorrablót (Makar)
Febrúar Leikhúsferð - nánar auglýst síðar (makar)
Febrúar Þrifvikan - nánar auglýst síðar (starfsmenn)
6. mars ÁRSHÁTÍÐ (Makaskemmtun)
23. mars Páskabingó 18-20 (Fjölskylduskemmtun)
9. apríl Keilumót (Starfsmenn)
7. maí Fótboltamót (Starfsmenn)
28. maí Óvissuferð (Starfsmenn)
25-27. júní Sumarferð (Fjölskylduskemmtun)
Júní Fjölskyldudagur - Nánar auglýst síðar
Auk þess verður boðið upp á nokkrar nýjungar sem verða auglýstar nánar síðar.
Eins og þið sjáið þá hefur ein stór breyting verið gerð á hefðbundinni dagskrá því árshátíð Brimborgar og Brimils hefur verið færð fram í fyrstu helgina í mars eftir fundi með okkur æðri mönnum þá var þessi tímasetning ákveðin.
Við hlökkum til að vera með ykkur í vetur og við vitum að þið hlakkið óskaplega mikið til að vera með okkur
Endilega sendið okkur línu eða kíkið á okkur ef þið viljið koma einhverju á framfæri eða lumið á góðum hugmyndum.
Okkar bestu kveðjur
Stjórnin
Brimill | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)