Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Næstu atburðir Brimils

Sæl öll

Hér koma nýjustu fréttir af atburðum Brimils.

Jólabíó verður næstkomandi miðvikudag, 2. desember Grin

Jólahlaðborð verður næstkomandi föstudag, 4. desember í hádeginu Grin

Jólaball fellur niður sökum ónógrar þátttökuFrown

 Bestu jólakveðjur

Stjórnin


Jólahlaðborð

Jólahlaðborð Brimils og Brimborgar

4. desember í hádeginu

Allar frekari upplýsingar má finna í auglýsingum sem hengdar verða upp víðsvegar um fyrirtækið og í pósti.

Með okkar bestu jólakveðju

Stjórnin


Jólaball

Jólaball Brimils og Brimborgar

16. desember mili kl 18-20

Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur

Verð 500,- á barn

Skráning fer fram á skiptiborði og er síðasti skráningardagur 1. desember

Með bestu jólakveðju

Stjórnin

p.s. við erum búin að hafa samband upp í Esju og tveir jólasveinar eru á leiðinni til byggða


Brimlar í bíó

Stjórn Brimils kynnir tilboð í bíó á jólamyndina í ár            A Christmas Carol með Jim Carrey.

Skráning fer fram á skiptiborði og henni lýkur á hádegi þann 30. nóvember. 
Allar frekari upplýsingar má finna á auglýsingum sem verða hengdar upp víðsvegar um fyrirækið og í áðursendum pósti.
Með bíókveðju
Stjórnin

Stóra Þrifvikumálið

Obbobb...bobb!

Nú ruggaðist báturinn helst til mikið!

Smá leiðrétting hérna á kantinum, við hjá Brimli ætlum ekkert að koma nálægt Þrifvikunni heldur var hún sett inn í dagskrána svona til þess að allir borgararnir við Brimið vissu hvað væri happening á næstu vikum og mánuðum.

Flott ábending og endilega látið í ykkur heyra :)

Með bestu kveðju

Stjórnin


Ný stjórn tekur við

Sæl öll

Nú hefur ný stjórn tekið völdin í Brimli og fyrsti fundur hefur farið fram þar sem stöðum stjórnarinnar var bróðurlega skipt niður og hér kemur skipun í helstu stöður:

Formaður: Guðfinnur nokkur Helgi aka Guffi

Gjaldkeri: Gunnar Axel með Anítu sem sérskipaðan sidekick

Bloggstjóri/ritari: Aníta

Meðstjórnendur: Ottó og Jón Bjarki

Hér koma svo fyrstu drög að dagskrá vetrarins Grin

4. desember Jólahlaðborð í hádeginu (Starfsmenn)

15 eða 16. desember Jólaball 18-20 (Fjölskylduskemmtun)

12. janúar Skautaferð (Fjölskylduskemmtun)

29. janúar Þorrablót (Makar)

Febrúar Leikhúsferð - nánar auglýst síðar (makar)

Febrúar Þrifvikan - nánar auglýst síðar (starfsmenn)

6. mars ÁRSHÁTÍÐ (Makaskemmtun)

23. mars Páskabingó 18-20 (Fjölskylduskemmtun)

9. apríl Keilumót (Starfsmenn)

7. maí Fótboltamót (Starfsmenn)

28. maí Óvissuferð (Starfsmenn)

25-27. júní Sumarferð (Fjölskylduskemmtun)

Júní Fjölskyldudagur - Nánar auglýst síðar

Auk þess verður boðið upp á nokkrar nýjungar sem verða auglýstar nánar síðar.

Eins og þið sjáið þá hefur ein stór breyting verið gerð á hefðbundinni dagskrá því árshátíð Brimborgar og Brimils hefur verið færð fram í fyrstu helgina í mars eftir fundi með okkur æðri mönnum þá var þessi tímasetning ákveðin.

Við hlökkum til að vera með ykkur í vetur og við vitum að þið hlakkið óskaplega mikið til að vera með okkur Grin

Endilega sendið okkur línu eða kíkið á okkur ef þið viljið koma einhverju á framfæri eða lumið á góðum hugmyndum.

Okkar bestu kveðjur

Stjórnin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband