Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Þorrablót 2008
Þann 9. febrúar var farið á þorrablót sem haldið var á Fjörukránni í Hafnarfirði. Við komuna var boðið upp á fordrykkinn "Mjöður" sem er þessi eðalblanda af einhverju sem við fáum ekkert að vita um, enda hernaðarleyndarmál staðarins. Þrátt fyrir að megnið af matnum hafi verið skemmdur og súr tóku menn óvenjulega vel til matarins og hafði starfsmaðurinn varla undan að fylla á hlaðborðið. Eftir matinn spilaði svo húsbandið fyrir dansi á gamla mátan og var ekki annað hægt að sjá en að stemmingin hafi verið mjög góð.
Þökkum fyrir góða stemmingu og mikla gleði
Kveðja stjórnin.
Þökkum fyrir góða stemmingu og mikla gleði
Kveðja stjórnin.
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. febrúar 2008
Skautaferð 2008
Þann 25 janúar var farið í skautaferðina miklu og hófst gleðin hálf sjö og stóð til hálf níu.
Fljótlega upp úr mætingu ákváðu starfsmenn Egilshallarinnar að halda brunaæfingu, öllum að óvörum og urðu því nokkrir af yngri kynslóðinni aðeins skelkaðir þegar átti að fara aftur á svellið, en þegar æfing númer tvö hafði farið fram á mjög stuttum tíma var hægt að hefja gleðina á ný og var ekki annað að sjá en að þeir sem gerðu för sína á svellið hafi bara skemmt sér konunglega.
Þó svo nokkrir hafi verið með frekar háar vonir um að geta flogið yfir svellið í bókstaflegri merkingu, þá enduðu þeir alltaf í harðari kantinum á svellinu aftur. Sem betur fer urðu engin meiðsl á fólki og var þar með hægt að segja að fyrirtækismottóið, Öruggur staður til að vera á, hafi haldið sér....
Eftir þó nokkuð skauterí voru pantaðar pizzur a la dómínos því þeir eru jú víst eins og við "BESTIR" í sínu fagi og þýðir þvi ekkert að lækka þá staðla ;)
En eftir að hafa sporðrennt nokkrum sneiðum og skolað þeim niður með þessu líka eðal Pepsí og Appelsíni var förinni haldið aftur á svellið þar sem það voru teknir nokkrir lokahringir og nokkrar flugtaksæfingar sem enduðu sem betur fer allar vel...
Með von um að allir hafi skemmt sér vel,
Kveðja Stjórnin.
Fljótlega upp úr mætingu ákváðu starfsmenn Egilshallarinnar að halda brunaæfingu, öllum að óvörum og urðu því nokkrir af yngri kynslóðinni aðeins skelkaðir þegar átti að fara aftur á svellið, en þegar æfing númer tvö hafði farið fram á mjög stuttum tíma var hægt að hefja gleðina á ný og var ekki annað að sjá en að þeir sem gerðu för sína á svellið hafi bara skemmt sér konunglega.
Þó svo nokkrir hafi verið með frekar háar vonir um að geta flogið yfir svellið í bókstaflegri merkingu, þá enduðu þeir alltaf í harðari kantinum á svellinu aftur. Sem betur fer urðu engin meiðsl á fólki og var þar með hægt að segja að fyrirtækismottóið, Öruggur staður til að vera á, hafi haldið sér....
Eftir þó nokkuð skauterí voru pantaðar pizzur a la dómínos því þeir eru jú víst eins og við "BESTIR" í sínu fagi og þýðir þvi ekkert að lækka þá staðla ;)
En eftir að hafa sporðrennt nokkrum sneiðum og skolað þeim niður með þessu líka eðal Pepsí og Appelsíni var förinni haldið aftur á svellið þar sem það voru teknir nokkrir lokahringir og nokkrar flugtaksæfingar sem enduðu sem betur fer allar vel...
Með von um að allir hafi skemmt sér vel,
Kveðja Stjórnin.
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)