Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Föstudagur, 19. desember 2008
Vel heppnað jólahlaðborð
Þann 5. desember var haldið jólahlaðborð í hádeginu þar sem menn og konur gæddu sér á síld, laxi, pörusteik og fleira góðgæti. Þessu var svo skolað niður með þessari fínu jólablöndu af malti og appelsíni. Ekki var annað að sjá en að flestir væru bara hæstánægðir með herlegheitin enda bæði matur og félagskapur af bestu gerð. Stjónin vill þakka fyrir góða þátttöku með von um gott samstarf á komandi ári.
Jólakveðja, stjórnin
Brimill | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Nánar um fyrirhugaða dagskrá Brimils
Glöggir félagsmenn hafa bent okkur á að í síðustu færslu gleymdist að tilgreina hvort um væri að ræða starfsmannaskemmtun, skemmtun með maka eða fjölskylduskemmtun. Hér fyrir neðan eru þær upplýsingar
Skautaferð er fjölskylduskemmtun
Þorrablót er makaskemmtun
Fótboltamót starfsmannaskemmtun
Óvissuferð er ekki búið að ákveða hvort það sé maka eða starfmannaskemmtun
Keilumót er starfsmannaskemmtun
Golfmót er fjölskylduskemmtun
Sumarferð er fjölskylduskemmtun
Árshátið er makaskemmtun
Brimill áskilur sér rétt að breyta dagskrá ef þörf er á.
Kær kveðja, stjórnin
Brimill | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)