Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Spennandi páskabingó

Guðjón Kristinn vann aðalvinningJá auðvitað sló páskabingóið í gegn, enda ekki við neinu öðru að búast. Það mættu rúmlega 60 manns til leiks og var spennan gríðarleg. Allir voru komnir til að vinna. Það voru 8 veglegir vinningar í boði og voru þeir frá Nóa Síríus, Pennanum, Varahlutaverslun Brimborgar og Karli K. Karlssyni.

Guðjón Kristinn vann aðalvinninginn, sem var vegleg taska frá Pennanum og páskaegg nr.7  frá Nóa Síríus. Það voru teknar myndir og eru þær í albúminu hér vinstra megin.

Næst er það keilumótið mikla í byrjun maí.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband