Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ný stjórn tekin við

Ný stjórn hefur tekið við taumunum og verkaskipting sem var ákveðin á fyrsta fundi er svohljóðandi:
Formaður Helgi Ólafsson (verkstæði bh6)
Gjaldkeri Ingvar Birnir (verkstæði bh6)
Ritari G. María Birgisdóttir (skrifstofa)
Bloggari Gunnar Axel (varahlutir bh6)
Meðstjórnandi Ómar Andri Jónsson (verkstæði bh8)
Áætluð dagskrá kemur upp stuttu eftir áramót. 
Kveðja
Gunnar Axel
Bloggari Brimils

Fráfarandi stjórn kveður

Nýverið fór fram aðalfundur Brimils, starfsmannafélags Brimborgar. Fráfarandi stjórn hefur lokið sínu kjörtímabili og ný stjórn hefur tekið við. Í henni sitja Helgi Ólafsson, Gunnar Axel Hermannsson, Ómar Andri Jónsson, Guðrún María Birgisdóttir og Ingvar B. Grétarsson. Við erum hæstánægðar með nýju stjórnina og óskum henni góðs gengis.

 

Á fundinum voru m.a. lagðar fram nokkrar tillögur að lagabreytingum sem allar voru samþykktar af meirihluta, þar ber helst að nefna, hækkun á félagsgjöldum úr 900,- kr. í 1.100.- kr.

 

Við stelpurnar viljum þakka ykkur frábæra þátttöku í öllum viðburðum undanfarið ár, sem hefur verið mjög skemmtilegt og viðburðaríkt.

 

Jólakveðja,

Lilja Helgadóttir

Lovísa Jónsdóttir

Sigurlaug Egilsdóttir

Elín Egilsdóttir

Rósa Björk Svavarsdóttir

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband