Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Miðvikudagur, 31. október 2007
Hátíð starfsmannafélagsins Brimils og Brimborgar var haldin síðasta vetrardag, 27. október á Hilton Reykjavík Nordica Hotel
Kvöldið var ólýsanlega skemmtilegt, við viljum fá að hrósa sérstaklega: Páli og öllu hans fólki á Hilton Reykjavík Nordica hotel, Sveppa og Audda fyrir snilldartakta í veislustjórn og sérstaklega taktana í happadrættinu, Jónsa og Gunna fyrir að hnykla vöðvana, söng Jóns Bjarka, Lilju og Ómars Andra. Pésa klippara og Þorvaldi Bjarna fyrir aðstoð við vídeóið. Þorkel Mána píanóista fyrir undirleik og auðvitað öllum þeim fjölmörgu sem komu að undirbúningi hátíðarinnar á einn eða annan hátt. Og síðast en ekki síst ber að hrósa starfsmönnum fyrir að vera svona ansi skemmtilegir og ekki er laust við það að við finnum enn til með Jóhanni Kára fyrir að hafa verið dreginn út í "enga" vinninginn...
Til gamans langar okkur að vitna í gagnrýni eins starfsmanns Brimborgar sem við fengum senda skömmu eftir hátíðina.
Það var rigningarsuddi og rok þetta laugardagskvöld, undirritaður hafði blendnar tilfinningar, því í vændum var Brimborgarskaup eingöngu unnið af konum, gæti verið að veðrið væri boð um það sem koma skyldi? Lengi hafði ég haldið því fram að konur gætu ekki verið fyndnar fyrir utan stórleikkonuna, Goldie Hawn, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar svo loksins Auðunn Blöndal kynnti að nú væri komið að skaupinu margumrædda þá ákvað ég að setja mig í stellingar og taka því með æðruleysi, einnig höfðu nokkrir handritshöfundar að skaupinu komið að tali við mig og beðið mig um að hlægja ef illa færi. Í upphafi hljómaði Sylvía Nótt með lagið "Til hamingju Ísland", nú hafði ég áhyggjur um að endurtekning væri framundan á síðasta Brimborgarskaupi þar sem Guðjón E. Davíðsson fór á kostum sem Gaui National. Lovísa sem lék Úrsulu fór á kostum strax í byrjun og tók hlutverkinu mjög "alvarlega" það geilsaði af henni öryggi og hjálpaði eflaust henni nokkur "stand up" á klemmunni með gervitennurnar og hárkolluna sem príddu hana í þessu atriði. Flæðið í myndbandinu var frábært og hitti allt grínið vel í mark. Sérstaklega fannst mér fyndið atriðið með 6.900 kr en þar var skotið fast á sögusagnir um að nokkrir aðilar hefðu ekki tímt að mæta þetta kvöld, ég trúi því nú tæplega, en grínið var gott. Hita mál skrifstofunnar var geggjað og fóru stelpurnar á kostum þar ásamt Hólmari sem minnti á George Clooney eldri. Ég mæli með því að allir sem ekki mættu á þessa skemmtun fái að kíkja á þetta skaup og líka þeir sem mættu en muna kannski ekki alveg allt skaupið vegna mikillar gosdrykkju :). Og þegar út var komið var rigningin hætt og hreyfði ekki vind þó bætt hefði í frostið, kannski lýsandi dæmi um breytt viðhorf undirritaðs á stelpum og gríni.
Niðurstaðan: Þetta var frábært grín og mjög vel gert miðað við stuttan tíma sem þær fengu við gerð myndbandsins, Rósa, Ella, Margrét, Lilja, Silla og Lovísa eiga hrós skilið fyrir frábæra skemmtun og gef ég þessu því 4 stjörnur af 5.
Takk fyrir frábært kvöld!
Stjórn Brimils
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)