Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Mánudagur, 15. janúar 2007
Þorrinn blótaður með stæl
Hið árlega þorrablót Brimils, starfsmannafélags Brimborgar, verður haldið föstudaginn 19. janúar.
Við smjöttum saman á:
Sviðakjömmum, hrútspungum, rófustöppu, hangikjeti, hákarli, hörðum fisk, sviðasultu og öllum mat sem vel er orðinn súr og löngu ónýtur.
Ef þú átt eitthvað gamalt og ónýtt í ísskápnum þá endilega komdu meðððða.....
Brimilsmeðlimir og makar þeirra mæta:
Föstudaginn 19. janúar í Perluna
Þorrablótsganga hefst kl.19.00 (má alls ekki missa af henni)
Smjattið hefst kl. 21.00
Þorrahlaðborðið á kr. 1.900.- pr. mann án drykkja
Fordrykkur í boði Brimils
Fyrir allra hörðustu víkingana þá verður barinn opinn fram eftir kveldi
... en mjöðurinn er á kostnað víkinganna sjálfra...
Skráning fer fram eins og alltaf á síma- og móttökuborði (sími 9) eða mottaka1@brimborg.is, síðasti skráningardagur þriðjudaginn 16. janúar.
Með víkingakveðju,
Brimill
P.S. Klæðnaður í göngu, góður hlífðarútigalli, húfa, vettlingar og góðir skór (sparifötin innan undir eða má geyma í Perlunni og skipta á staðnum)
Lilja Helgadóttir, bloggstjóri Brimils
Hafðu samband: lilja@brimborg.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Starfsmenn á forsýningu á myndinni Foreldrar
Starfsmönnum Brimborgar, mökum þeirra og börnum er boðið á forsýningu á nýrri íslenskri mynd, Foreldrar, í leikstjórn Ragnars Bragasonar í tilefni af því að Brimborg hefur ákveðið að styðja við bakið á Vesturporti, framleiðanda myndarinnar. Myndin verður frumsýnd almenningi seinna í janúar en þetta er kvikmynd í fullri lengd og eru aðalleikarar Nanna Kristín Magnúsdóttir, Víkingur Kristjánsson og Ingvar E. Sigurðsson.
Forsýningin á Foreldrum verður næstkomandi föstudag 12. janúar í Háskólabíó, stóra salnum, og hefst kl. 17:45. Takmarkað magn miða er í boði og sér markaðs- og gæðasvið um dreifingu miða. Nánar um myndina á Brimborgar blogginu.
Lilja Helgadóttir, bloggstjóri
Hafðu samband: lilja@brimborg.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Mjög vel heppnuð skautaferð
1. Atburður Brimils 2007 - Skautar.
Miðvikudaginn 3. janúar þeyttust Brimborgarar í Egilshöll, allir með eitt markmið. Það átti að sýna samstarfsfélögum og fjölskyldum að þeir kynnu á skauta... og það stóðu þeir við, næstum hver einn og einasti.
Það kom í ljós að hann Piero hefur greinilega lært eitthvað af honum afa sínum, því hann geystist um svellið eins og skautadrottning og það sást vel að íshokkí æfingar Kára Frey hafa skilað góðum árangri.
Eiríkur Björnsson þóttist ekkert kunna þegar hann mætti á svellið en 10 mínútum seinna var hann farinn að skauta eins og hann hefði fundið upp skautana.
Það var kennsla fyrir þessa sem voru ekki alveg að treysta sér strax í snúninga og gekk hún prýðilega og síðan var leikinn einn íshokkíleikur. Og það sem stóð helst uppúr, var að það vissi enginn hver var með hverjum í liði því það hefði gleymst að setja annað liðið í vesti... og orsakaði það auðvitað að fólk var að stela pökknum (eða segir maður pökkinum?) af fólki í sama liði.
Eftir að hafa skautað í rúman klukkutíma þurfti að safna kröftum svo að við fengum okkur pizzur og kók og skelltum okkur svo aftur á svellið.
Þetta var flott ferð sem mun svo sannarlega verða endurtekin. Takk fyrir frábæra kvöldstund.
Lilja Helgadóttir, bloggstjóri
Hafðu samband: lilja@brimborg.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)