Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Á skautum skemmti ég mér, trall.....

Er Piero jafn góður á skautum og afi hans? Hefur Skúli lært eitthvað af íshokkí strákunum sínum? Svör við þessum og fleiri spurningum munu fást í næsta þætti....,nei, í Egilshöllinni þann 3. janúar.

Já, núna er komið að Brimborgurum að fylla skautasvellið í Egilshöll. Við ætlum að skella okkur á skauta með fjölskyldum og samstarfsfélögum og hafa gaman að. Það verður hin besta skemmtun, einmitt vegna þess að ekki eru allir í þessum hópi vanir skautarar. Devil Fyrir þá verður boðið upp á kennslu.

Við teljum að þetta sé einstakt tækifæri til að losa sig við nokkur grömm eftir jólin því ekki veitir af. En samt sem áður ætlum við að bjóða uppá Pizzu veislu þegar komið verður af svellinu. LoL Spurning hvort þetta endi í plús eða mínus grömmum.

Fyrir þetta prógram borgar hver og einn aðeins kr. 350. Gæti ekki verið lægra. Skráningin hefur gengið ótrúlega vel og yfir 100 manns skráðir nú þegar. Sjáumst hress og kát á svellinu miðvikudaginn 3. janúar 2007 kl. 18-20.

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri Brimils

Hafðu samband: lilja@brimborg.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband