Mánudagur, 8. janúar 2007
Starfsmenn á forsýningu á myndinni Foreldrar
Starfsmönnum Brimborgar, mökum þeirra og börnum er boðið á forsýningu á nýrri íslenskri mynd, Foreldrar, í leikstjórn Ragnars Bragasonar í tilefni af því að Brimborg hefur ákveðið að styðja við bakið á Vesturporti, framleiðanda myndarinnar. Myndin verður frumsýnd almenningi seinna í janúar en þetta er kvikmynd í fullri lengd og eru aðalleikarar Nanna Kristín Magnúsdóttir, Víkingur Kristjánsson og Ingvar E. Sigurðsson.
Forsýningin á Foreldrum verður næstkomandi föstudag 12. janúar í Háskólabíó, stóra salnum, og hefst kl. 17:45. Takmarkað magn miða er í boði og sér markaðs- og gæðasvið um dreifingu miða. Nánar um myndina á Brimborgar blogginu.
Lilja Helgadóttir, bloggstjóri
Hafðu samband: lilja@brimborg.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.