Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Þorrablót 2009
Þorrablót Brimils var haldið 7. febrúar og voru um 48 manns mættir til matar. Var ekki annað að sjá á þeim sem mættu að maturinn væri bara hin fínasta blanda af súru og sætu því megnið af matnum kláraðist og menn sátu svo við blótið fram eftir kvöldi meðan nartað var í afganga og hákarl.
Um kl. 21:30 mættu Benni og Elli eða "Rétt yfir meðallagi" eins og þeir kalla sig. Þeir tóku nokkur vel valin lög við frábærar undirtektir viðstaddra og stóðu sig eins og sannir áhugamenn :). Eftir frábæra tónleika og meira át og drykkju fóru allir vel saddir og blótaðir ýmist heim á leið eða á djammið.
Stjórnin þakkar öllum sem mættu fyrir góða skapið og góða skemmtun...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.