Föstudagur, 19. desember 2008
Vel heppnað jólahlaðborð
Þann 5. desember var haldið jólahlaðborð í hádeginu þar sem menn og konur gæddu sér á síld, laxi, pörusteik og fleira góðgæti. Þessu var svo skolað niður með þessari fínu jólablöndu af malti og appelsíni. Ekki var annað að sjá en að flestir væru bara hæstánægðir með herlegheitin enda bæði matur og félagskapur af bestu gerð. Stjónin vill þakka fyrir góða þátttöku með von um gott samstarf á komandi ári.
Jólakveðja, stjórnin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.