Óvissuferð Brimils 19. apríl 2008

Lagt var af stað frá Brimborg upp úr kl. 13:00 og var mikil stemming strax í rútunni.

Fyrsta stopp var í Svartsengisvirkjun og virkjunin skoðuð í bak og fyrir.

Þarnæst var hópnum hent út í Grindavík þar sem mikið leikja-prógram beið hans sem stjórnað var af fyrirliðum Óvissuferða.is sem skipulögðu daginn okkar. Mikill keppnisandi myndaðist milli liða en allt endaði það samt vel eftir jafna og skemmtilega keppni.

Þvínæst var haldið í Bláa lónið þar sem bleytt var enn betur í fólki og notuðu margir sér tækifærið til andlitsmeðferðar.

Úr Bláa lóninu var haldið til salthússins í Grindavík þar sem snæddur var 3ja rétta kvöldverður  sem vakti mikla lukku hjá óvissu-förum.

Hópurinn hélt svo heimleiðis til Brimborgar um 10 leytið saddir , ánægðir og syngjandi eftir vel heppnaðan dag!!

 

 Hér til hliðar má sjá myndir af ferðinni.

  

Kveðja,

Stjórnin

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband