Laugardagur, 11. nóvember 2006
Fjörugt starfsár í starfsmannafélaginu framundan
Já... við unnum aldeilis þessar kosningar og núna byrjar fjörið. Við stelpurnar í stjórn Brimils erum byrjaðar að funda og gengur mjög vel. Það hefur verið ákveðið hvernig við munum "sitja" og mun það vera: Formaður - Lovísa, Ritari - Rósa, Gjaldkeri - Sigurlaug, Bloggstjóri - Lilja, Meðstjórnandi - Elín.
Eins og allir Brimborgarar vita voru lagðar fram, á síðasta aðalfundi, 3 tillögur til lagabreytinga og hafa þær verið undir smásjá undanfarnar vikur.
Á næstu vikum munum við setja upp ársdagskránna. Og það má búast við að hún verði þétt, því við erum með margt í sigtinu fyrir komandi ár og vonum að allir séu komnir í gírinn. Það eru 159 Brimborgarar skráðir í starfsmannafélagið, sem segir okkur að hver og einn viðburður ætti að vera fjölmennari en nokkru sinni fyrr.
Við hlökkum til að takast á við verkefni næsta árs og vonum að samstarfið verði gott.
Lilja Helgadóttir, bloggstjóri Brimils
Hafðu samband: lilja@brimborg.is
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Brimill | Breytt 14.11.2006 kl. 22:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.