Föstudagur, 29. febrúar 2008
Þorrablót 2008
Þann 9. febrúar var farið á þorrablót sem haldið var á Fjörukránni í Hafnarfirði. Við komuna var boðið upp á fordrykkinn "Mjöður" sem er þessi eðalblanda af einhverju sem við fáum ekkert að vita um, enda hernaðarleyndarmál staðarins. Þrátt fyrir að megnið af matnum hafi verið skemmdur og súr tóku menn óvenjulega vel til matarins og hafði starfsmaðurinn varla undan að fylla á hlaðborðið. Eftir matinn spilaði svo húsbandið fyrir dansi á gamla mátan og var ekki annað hægt að sjá en að stemmingin hafi verið mjög góð.
Þökkum fyrir góða stemmingu og mikla gleði
Kveðja stjórnin.
Þökkum fyrir góða stemmingu og mikla gleði
Kveðja stjórnin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.