Úrslit á borðtennismóti

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri starfsmannafélagsins Brimils skrifar,

Á palliEftir langa og stranga æfingarviku í æfingarbúðum Brimborgar, héldu Brimborgarar til leiks. Það var borðtennismót starfsmannafélagsins Brimils sem var framundan. Keppa átti um mjög svo eftirsóttan titil, Borðtennismeistari Brimils!

Eftir marga skemmtilega leiki kom svo í ljós að það var "gamli" íslandsmeistarinn sem vann, og ekki var það í fyrsta skiptið. Hann Kristinn Már vann í fyrra og aftur núna, þrátt fyrir það að allir sem spiluðu á móti honum fengu 5 stig í forgjöf.

Þórði Jóns tókst best að halda í við hann og endaði í 2. sæti og Ágúst Hallvarðs varð í því þriðja. Það voru teknar fullt af myndum, og eru þær í albúminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband