Borðtennismót í Brimborg

Lilja Helgadóttir, bloggstjóri starfsmannafélags Brimborgar skrifar,

Já, núna er komið að Borðtennismótinu mikla. Það er búið að koma fyrir borðtennisborði til æfinga og standa æfingar yfir í öllum matarhléum starfsmanna. Það er mikill spenningur kominn í fólkið og aðal spurningin er... Vinnur Kiddi... aftur?

Það verða að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið og svo er það auðvitað farandbikarinn. En mestu máli skiptir að vera með og skemmta sér.

Mótið fer fram í íþróttahúsi HK í kópavogi

Föstudaginn 9. mars

Húsið opnar kl. 19.00

Mótið hefst svo tímanlega kl. 19.30. Svo verður boðið uppá  eitthvað gott í gogginn eftir mót.

Hlökkum til að sjá ykkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband