Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Deildakeppni Brimborgar í fótbolta
Lilja Helgadótir, bloggstjóri starfsmannafélagsins Brimils skrifar;
Síðasta föstudag héldum við Brimborgarar okkar árlega fótboltamót. Fyrir mótið lágu spurningar þungt á starfsmönnum eins og "Hver vinnur bikarinn í þetta skiptið?", "Vinna Valli og félagar í nýjum bílum... aftur?" eða "Vinna stelpurnar fleiri lið þetta árið?"
Metþáttaka var á mótinu og kepptu 9 lið um titilinn og var þetta æsispennandi keppni en úrslitin voru eftirfarandi.
1. sæti: Notaðir bílar
2. sæti: Nýjir bílar
3. Sæti Strákarnir á skrifstofunni
Maður/Kona mótsins: Jóhanna á markaðs- og gæðasviði
Við óskum þeim til hamingju með þessa frábæru frammistöðu. Það er skammt stórra högga á milli og næst er það borðtennismótið og verður það 9.mars. Ætli Kiddi vinni... aftur...?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.