Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Etanol framleiðsla á Íslandi

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar skrifar; 

Líflegar umræður hafa verið á Brimborgar blogginu eftir skrifin um möguleikann á að bjóða upp á bíla sem ganga fyrir etanoli. Ég hef verið spurður hvaðan etanolið eigi að koma. Því er svarað lauslega í upphaflegu færslunni aftur núna og með ítarlegri hætti.

En áður en ég kem að því þá er gaman er að geta þess að nokkrum dögum eftir færslu Brimborgar um etanol er RÚV með frétt um framleiðslu á díselolíu úr korni (bio-diesel eða líf-dísilolíu) hér á landi. Tilviljun? Held ekki og ljóst að þetta hefur opnað umræðu um fleiri kosti. Það er gott. En hér má lesa á Wikipediu um bio-diesel.

En snúum okkur aftur að etanoli. Þetta er í raun en sígilda spurning um eggið og hænuna. Hvort kemur á undan bílar sem ganga fyrir etanoli eða etanolið sem fer á bílana. Tillaga Brimborgar gengur einfaldlega út á það að skilgreina þessa gerð bíla í sama flokk og aðra tvíorkubíla, skapa þannig markað fyrir þessa bíla og um leið skapa væntingar um markað fyrir etanol fyrir þá sem hugsanlega vilja framleiða etanol eða flytja það inn.

Þá spyrja margir hvort hægt sé að framleiða etanol hér á landi. Aukin sala á etanol bílum t.d. í USA skapar forsendur fyrir frumkvöðla að finna leiðir til að auka framleiðsluna eða hefja hana frá grunni. Kornbændur margir í Bandaríkjunum hafa snúið sér í meira mæli að þessari framleiðslu.

Mér var bent á í athugasemd á blogginu mínu að "vandamálið við etanol framleiðslu hérlendis gæti verið hráefnisöflun því erlendis er m.a. notaður hálmur sem er aukaafurð í kornrækt og gerir framleiðsluna hagkvæmari".

Í þessu samhengi vil ég minna á að meira að segja Íslendingar hófu fyrir mörgum árum kornrækt og er t.d. blómleg ræktun á nokkrum glæsilegum búum hér á landi. Ekki höfðu margir trú á þessu í upphafi. Og kannski má segja að jákvæð áhrif loftlagsbreytinga gæti verið auknir möguleikar í kornrækt hér á landi. Einnig er hægt að flytja það inn frá löndum sem framleiða það. En það sem er mikilvægast í þessu er að stjórnvöld eiga að skapa almennar forsendur - hitt kemur síðan að sjálfu sér þ.e. markaðurinn því frumkvöðlarnir finna leiðirnar þegar forsendurnar hafa verið skilgreindar.

Wikipedia fjallar um etanol og framleiðslu á því: "Current interest in ethanol lies in production derived from crops (bio-ethanol)".


Erindi til Alþingis um bifreiðar knúnar Etanoli

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar skrifar;

Í lok nóvember á síðasta ári sendi undirritaður til Alþingis, nánar tiltekið til Efnahags- og viðskiptanefndar, fyrir hönd Brimborgar, erindi og umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti og fl. Í frumvarpinu er fjallað um ökutæki sem geta gengið fyrir tveimur orkugjöfum, þ.e. tvíorkubílar eða svokallaðir Hybrid vehicles. Þessir bílar hafa fengið niðurfellingu á hluta af vörugjöldum og í breytingunni fólst eingöngu að framlengja þá heimild.

Umsögn Brimborgar fjallar um þann möguleika að bæta inn í lögin bílum sem ganga fyrir Etanoli (E85) en það er orkukgjafi sem er 85% Etanol og 15% bensín. Alls virðast hafa borist 14 umsagnir við frumvarpið en í nefndarálitinu sem nefndin skilar frá sér eftir að allar umsagnir eru komnar í hús er eingöngu tæpt á því efni sem Brimborg sendi inn þ.e. um Etanol orkugjafa og sama má segja um ræðu formanns nefndarinnar, Péturs H. Blöndal. Nokkrir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálitið með fyrirvara en ekki kemur fram hvað felst í fyrirvaranum. Brimborg gerir athugasemd við álitið þar sem fjallað er um Etanol orkugjafann því sá texti gengur ekki upp miðað við annað efni laganna en textinn hljómar svona:

"Við umfjöllun málsins kom til umræðu hvort ökutæki sem nýta etanól (E85) sem orkugjafa ættu einnig að falla undir frumvarpið og þá lækkun vörugjalds sem í því felst. Nefndin telur þetta þarfnast nánari skoðunar við enda samanstendur etanól-eldsneyti bæði af etanóli og bensíni."

Það sem gengur ekki upp í þessu er sú staðreynd að lögin taka á bílum sem eru svokallaðir tvíorkubílar þ.e. eðli málsins samkvæmt geta gengið fyrir tveimur orkugjöfum t.d. á metangasi/bensíni, rafmagni/bensíni, o.s.frv. Því er alveg eins hægt að aka þeim bílum eingöngu á bensíni ef menn vilja og á sama hátt er hægt að aka Etanol bílum á bensíni ef sá gállinn er á mönnum.

Þingmenn eru því hvattir til að breyta lögunum aftur og bæta Etanol bílum í lögin og hvetja þannig aðila til að hefja framleiðslu á þeim orkugjafa eða flytja hann inn og skapa þannig aðstæður til innflutnings á svona bílum. Það mun skapa fleiri valkosti á þessum markaði, auka samkeppni og draga úr mengun og brennslu á jarðeldsneyti og gæti jafnvel bætt hag bænda sem gætu hafið Etanol framleiðslu eins og segir á Wikipediu: "Current interest in ethanol lies in production derived from crops (bio-ethanol)"

Frumvarpið var samþykkt með 48 atkvæðum en 15 voru fjarstaddir. Umsögn Brimborgar í heild sinni kemur hér fyrir neðan.

Reykjavík, 28. nóvember 2006

Alþingi

Nefndasvið

Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

Efni: Umsögn um Þskj. 390 - 359 mál. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Berist til nefndasviðs:

Undirritaður Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, fyrir hönd Brimborgar ehf., sendi hér með inn umsögn um þskj. 390 - 359 mál.

Undirritaður mælir með því að bifreiðar sem nýta etanol að verulegu leiti fái sambærilega lækkun gjalda og bifreiðar með metangasi eða rafmagni. Rökin eru þau að bifreiðar knúnar etanoli uppfylla markmið umræddrar greinar ofangreindra laga jafnvel, ef ekki betur, en þær eldsneytisgerðir sem nú þegar njóta lægri gjalda.

Mikil aukning hefur orðið á þessu ári í sölu og notkun bifreiða knúna þessu eldsneyti t.d. í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi. Ástæðan er sú að þetta eldsneyti er hægt að nota með tiltölulega litlum breytingum á vélum og uppfyllir því jafn vel, ef ekki betur, markmiðin í núverandi frumvarpi um að tvíorkubílar séu nauðsynlegt skref til að brúa bil þangað til dreifikerfi orkugjafa hefur verið aðlagað að nýjum orkugjöfum. Þess má geta að yfirvöld og sveitarfélög í Svíþjóð veita ýmsar ívilnanir fyrir þá sem aka um á bílum knúnum etanoli.

Etanolið gengur undir nafninu E85 vegna þess að 85% af eldsneytinu er etanol og 15% bensín og því er útblástur gróðurhúsalofttegunda hverfandi. Sala hefur nú þegar hafist í nokkrum löndum í Evrópu en Svíþjóð er langfremst á þessu sviði. Úrdráttur úr frétt þann 10. febrúar 2006 frá Ford Motor Company lýsir stöðunni nokkuð vel.

Ég birti textann á ensku og slóðina á alla fréttina hér fyrir neðan.

"Latest figures have revealed that more than 17,000 Ford Focus and Focus C-MAX Flexi-Fuel models have been sold in Sweden, which, in 2001, became the first European country to introduce FFVs (Flexi-Fuel vehicles).

This accounts for 80 per cent of all Focus sales in Sweden. And demonstrating a real shift in thinking, nearly 40 per cent of all Ford sales in Sweden now are FFVs.
Following this success in Sweden, Ford Focus Flexi-Fuel and Focus C-MAX Flexi-Fuel models are now on sale in Germany, the UK and the Netherlands. The Focus Flexi-Fuel is also available in Austria and Ireland, and ready to be sold in France. Other countries are expected to follow.

FFVs are part of Ford's broad portfolio of environmentally advanced vehicle technologies and its commitment to develop and offer them as an affordable alternative for our customers."

FFV=Flexi Fuel Vehicles

Ekki eru til staðar miklar tæknilegar hindranir við nýtingu þessa orkugjafa nema auðvitað framleiðslan á orkugjafanum sjálfum en lækkun gjalda á bílum af þessu tagi gæti gefið hugmyndum um framleiðslu á etanol hér á landi byr undir vængi.

Einnig er notkun bíla af þessu tagi í samræmi við rammasamning Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og gæti stutt stefnu stjórnvalda í að auka hlut innlendra orkugjafa því líklegt verður að telja að hægt verði að framleiða etanol hér á landi.

Meðfylgjandi eru slóðir á vefsíður sem fjalla um bíla sem ganga fyrir etanoli.

Volvo car corporation um Volvo bíla knúnum vélum með etanoli:http://www.volvocars.com/corporation/environment/Alternativefuels/VolvoFlexiFuel.htm

Frétt frá Ford í Bretlandi um útblástur Ford bíla með vélum knúnum etanoli.

http://media.ford.com/article_display.cfm?article_id=23826

Frétt um þátttöku Ford í verkefnum í Evrópu varðandi Etanol.

http://media.ford.com/article_display.cfm?article_id=22619

 

Virðingarfyllst

Brimborg ehf.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri


Einokun í ralli

Svíþjóðarrallið var haldið nú um helgina en það er að margra mati ein allra skemmtilegasta rallkeppni hvers árs. Keyrt er um snævi þakta skóga Värmlands, norðan stöðuvatnsins risastóra Vänern, og eru aðstæður bæði fallegar og erfiðar.

Ford og Citroën bera um þessar mundir höfuð og herðar yfir önnur bílmerki þegar kemur að rallakstri sem sést best á því að á síðasta ári vann Frakkinn Sebastien Loeb, sem ekur fyrir Citroën, titil ökuþóra en Ford vann keppni bílmerkja. Það þarf vart að minna á að þessi bílmerki eiga bæði öruggan stað til að vera á í Brimborg og frammistaða þeirra við hinar krefjandi aðstæður sem rallökumenn þurfa oft að kljást við sýnir og sannar að þau eiga fullt erindi við íslenskar aðstæður.

Sænska rallið um helgina varð æsispennandi en það var Marcus Grönholm hinn finnski sem sigraði og Loeb kom fast á hæla hans. Þessir tveir einokuðu nánast keppnir síðasta árs og fátt sem bendir til þess að önnur lið eigi innan sinna vébanda ökumenn sem geta skákað þeim.

Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Brimborgar

Hafðu samband: thordur@brimborg.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband