Föstudagur, 24. nóvember 2006
Bíll ársins í Evrópu 2007 - Brimborg með þrjá bíla í úrslitum
Það hefur þegar komið fram í fréttum hjá Brimborg, bæði hér og nánari umfjöllun hér og einnig á Ford blogginu að Ford S-Max sigraði í vali á bíl ársins í Evrópu árið 2007. Verðlaun þessi þykja þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum og er þetta í fimmta sinn sem Ford sigrar.
En við getum verið stolt og ánægð hjá Brimborg. Í upphafi var 41 bíll tilnefndur og síðan komust 8 bílar í úrslit. Af þeim bílum er Brimborg með þrjá bíla. Í fyrsta sæti varð, eins og áður sagði, Ford S-Max og síðan kom Citroën C4 Picasso mjög sterkur inn í þriðja sæti og það var síðan Volco C30 sem náði 7 sætinu.
Alveg einstakur árangur og nú bíðum við Brimborgarar spenntir eftir að þessir bílar komi í hús. Volvo C30 er kominn til landsins en Ford S-Max er væntanlegur í febrúar og Citroën C4 Picasso kemur líklega til okkar næsta vor.
Spennandi ár framundan.
Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs
Hafðu samband: thordur@brimborg.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.