Mánudagur, 20. nóvember 2006
Tveir heimsmeistaratitlar í hús hjá Brimborg
Það hafa verið að berast góðar fréttir í hús til Brimborgar undanfarið. Tveir heimsmeistaratitlar í húsi.
Fyrst skal nefna að franski ökuþórinn, Sebastian Loeb, hefur tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna í ralli fyrir árið 2006 jafnvel þó enn sé ein keppni eftir. Loeb hefur sýnt snilldartilþrif í rallinu en hann ekur á Citroën. Nánar er fjallað um þetta á Citroën blogginu sem þú getur lesið með því að smella hér.
Þá er að nefna að um helgina krækti Ford sér í heimsmeistaratitil bílaframleiðenda í ralli fyrir árið 2006 þó ein keppni sé eftir. Þetta er stór áfangi fyrir Ford. Nánar er fjallað um þetta á Ford blogginu og þú þarft bara að smella hér til að komast þangað.
Það er ástæða til að fagna þessum frábæra árangri.
Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs
Hafðu samband: thordur@brimborg.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.