Nýyrði vantar yfir "Crossover" bíla

Ástkæra, ylhýra málið okkar, íslenskan, á það skilið að við reynum af fremsta megni að finna góð íslensk orð yfir ný erlend orð sem eru að ná útbreiðslu t.d. sökum nýrrar tækni. Ég sá á vefnum þennan vef þar sem óskað er eftir tillögum að nokkrum orðum. Eitt orðið vakti sérstaka athygli mína. Það er orðið "Crossover". Ég er nefnilega að leita að góðu orði yfir sama orð þó í aðeins annarri merkingu en þetta sem ég sá á vefnum. 

Ég skrifaði um daginn á Ford bloggið um svokallaða "Crossover" bíla. Um þá má lesa hér. Þessi gerð bíla verður sífellt vinsælli og er hægt og sígandi að taka yfir hina hefðbundnu jeppa eins og Toyota Landcruiser. Þeir deyja út smátt og smátt.

Einn fyrsti bíllinn í þessum flokki bíla var t.d. Volvo XC70 sem er fjórhjóladrifinn fólksbíll í station útgáfu en er með veghæð jeppans. Yfrbyggingin líkist frekar fólksbíl en jeppa og auðvelt er að setjast inn því hann er ekki eins hár og jeppar hvað sætisstöðu varðar þó hann sé jafn hár eða hærri en t.d. Landcusier undir lægsta punkt.

Síðan er önnur gerð "Crossover" bíla sem er eins og ég fjallaði um um daginn. Það var Ford Edge sem er að koma á markað í Bandaríkjunum í nóvember og sjá má hér. Svipaður bíll er t.d. Lexus RX350 eins og sjá má hér.

Þessi bílar eru eins og Volvo XC70 með fjórhjóladrif og veghæð jeppa en yfirbyggingin er hærri og því líkari jeppum hvað það varðar. En um leið er sætishæðin líka hærri þó hún sé heldur undir sætishæð hefðbundinna jeppa. Þessir bílar hafa oft verið kallaðir hér á landi Sportjeppar.

Nú væri gaman að heyra í einhverjum lesendum hvort þeir hafi hugmynd um betri orð yfir þessar tvær tegundur bíla:

Volvo XC70:

Ford Edge:

Endilega setjið athugasemdir í kommentakerfið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Jóhannsson

Jú, Sportjeppi hefur verið notað eins og ég segi í færslunni. En ég var að hugsa hvort menn hefðu eitthvað enn betra og líka er í raun um tvær gerðir "crossover" bíla að ræða eins og ég nefni. En takk fyrir innleggið.

Egill Jóhannsson, 17.11.2006 kl. 18:15

2 Smámynd: Brimborg bloggar

Ég fagna öllum innleggjum

Þá eru komin:

Sportjeppi

Slyddujeppi

Jepplingur

Brimborg bloggar, 17.11.2006 kl. 18:57

3 identicon

Smá innlegg. Held að það sé gott samkomulag um að hugtakið slyddujeppi sé frekar notað yfir óbreytta jeppa (original bíla, lágt drif, óháð stærð, mótaðir í svipað jeppaformið). Tel hugtökin sportjeppi og jepplingur frekar eigi við um sídrifna bíla í forminu einsog jeppar. Geri þó greinamun: sportjeppi er eitthvað stærri og oftast dýrari en jepplingur. Volvo XC90, Porsce, VW Touareg og Ford Escape gætu þá flokkast sem sportjeppar. Og Toyota RAV og Honda CR-V t.d. sem jepplingar þar sem þessir eru í það minnsta minni. Finnst formið skipta máli hér. Þessir ‘crossover’ bílar eru oftast í forminu einsog fólksbílar (sedan eða wagon, oftast wagon) einsog komið hefur fram. Fyrir mér er t.d. Volvo XC70 hvorki sportjeppi né jepplingur. Ekki heldur Ford Freestyle. En það má auðvitað segja að allir eru þessir bílar ‘crossover’ ef út í það er farið. Kannski er nýtt hugtak að finna í hugleiðingum galdramannsins um víxlverkun. Áhugavert að spinna þaðan frá. Vonandi endar þetta nýja orð ekki á ‘lingur’. Jepplingur er komið frá jeppanum – er hægt að spinna nýtt orð út frá fólksbílnum? /Guðjón

Guðjón Pálsson (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 18:08

4 identicon

Hvað með "fjölbíll" ?

Þórður Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 16:06

5 Smámynd: Egill Jóhannsson

Takk fyrir þetta Þórður, þetta er gott innlegg.

Egill Jóhannsson, 20.11.2006 kl. 16:22

6 Smámynd: Egill Jóhannsson

Og Guðjón, takk líka og ér er sammála þér að kannski þurfum við að leita út fyrir bransann eins og galdramaðurinn gerir.

Egill Jóhannsson, 20.11.2006 kl. 16:23

7 identicon

Hvað segir nýyrðanefnd? Hefur heyrst eitthvað frá henni? Hún bloggar kannski ekki - hún ætti að fara inná barnaland.is en sú siða er besti sors fyrir nýyrði. Spyrjum þar?

Guðjón (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband