Þriðjudagur, 24. október 2006
Ómar R. Valdimarsson hafði Brimborg fyrir rangri sök
Frumkvöðlamenning í Brimborg
Það er alltaf áhætta að vera brautryðjandi. En við hjá Brimborg teljum að það sé áhættunnar virði að taka skref sem aðrir þora ekki að taka. Við metum það svo að það sé í raun meiri áhætta að liggja á meltunni og taka enga áhættu. Við leggjum á það áherslu að vera brautryðjendur á helst öllum þeim sviðum sem tengjast okkar rekstri. Í skipulagi. Í markaðssetningu. Í fjármálum. Í almannatengslum. Í þróun þjónustu. Í starfsmannamálum. Í samskiptum. Í gæðamálum. Í netmálum. O.s.frv.
Brimborg fyrst íslenskra stórfyrirtækja að blogga
Í gær byrjaði Brimborg að blogga. Sennilega fyrst íslenskra stórfyrirtækja. Skref sem felur í sér margar hættur. Hættur sem við höfum kortlagt. En um leið skapar þetta skref okkur marga möguleika. Margvíslegan ávinning. Einnig kortlagt.
Brautryðjendastarf skapar oft titring, stundum illskiljanlegan
Á fyrsta degi urðum við fyrir ómaklegri árás. Ómar R. Valdimarsson birti þessa bloggfærslu á blogginu sínu í dag. Ég, fyrir hönd Brimborgar, gerði alvarlega athugasemd við bloggfærslu Ómars. Í kjölfarið viðurkennir Ómar í þessari bloggfærslu á blogginu sínu mistök sín.
Árásin snérist upp í ávinning fyrir Brimborg. Fyrir þá sem nenna að pæla má segja að þar hafi samhengi hlutanna ráðið miklu. Málinu er lokið af okkar hálfu. Við óskum Ómari velfarnaðar.
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Hafðu samband: egillj@brimborg.is
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Brimborg almennt | Breytt 28.10.2006 kl. 13:01 | Facebook
Athugasemdir
Ég hvet þig og reyndar alla lesendur til að koma með fleiri dæmi um íslensk fyrirtækjablogg. Ég vil fá umræðuna. Þitt fyrsta dæmi samþykki ég sem fyrirtækjablogg, seinna ekki enda efast þú sjálfur um það. Það dæmi er einfaldlega heimasíða með fréttum og pistlum. Þá gæti vefur Brimborgar alveg eins verið blogg.
Að færa í stílinn. Kjörorð Brimborgar er okkur heilagt. Kjörorð Brimborgar er loforð. Kjörorð Brimborgar er stefna Brimborgar í hnotskurn. Niðurstaða.
Þú ræðst á kjörorðið með því að segja að Brimborg sé EKKI öruggur staður til að vera á og vitnar í týnda bloggfærslu máli þínu til stuðnings. Ekki týnda athugasemd. Ef ég hefði eytt út færslunni hefði það einmitt verið mjög alvarlegt mál.
Þarna vegur þú að rótum Brimborgar. Það krefst aðgerða. Fljótt.
Egill Jóhannsson, 25.10.2006 kl. 00:24
Mar, ó-mar. PR maðurinn ætlaði tæknilega að komast hjá því að viðurkenna ómakleg fúkyrðin og dónaskap sem hann reyndi að styðja með firmamerki Brimborgar og slagorði. En nú vita það allir hvernig PR maðurinn vinnur.
Piron
Jón P Jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 08:09
En sniðugt, maður þarf að lesa sig í gegnum endalaust væl tveggja fullorðinna manna til þess að sjá það, að eftir allt saman, er það auglýsingastofa sem er fyrst íslenskra fyrirtækja til þess að blogga en ekki Brimborg. Til hamingju Brimborg með annaðsætið!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Stefán Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 08:28
:)
Egill Jóhannsson, 25.10.2006 kl. 08:44
Ég held reyndar að íslenska hafi byrjað á þessu af einhverju viti fyrir nokkru síðan. Hér er einmitt skemmtileg lesning af vef þeirra http://www.islenska.is/default.asp?sid_id=16442&tid=2&fre_id=28941&meira=1
Sem svo skemmtilega fjallar um Brimborg og þeirra markaðsmál.
Jón stefáns (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 12:37
Jón.
Já, þetta er áhugavert innlegg hjá þér. En mér sýnist það vera dáið?
Eru fleiri sem hafa skoðanir á þessu?
Egill Jóhannsson, 25.10.2006 kl. 13:03
Tek upp hanskan fyrir Egil. Ef vel er lesið þá er hann að tala um fyrsta stórfyrirtækið sem bloggar. Munur á því.
Ef með samviskubit. Bæði Egill og Ómar eiga hrós skilið að blogga. Einnig hinir kjóarnir. Ég líka.
Piron
Jón P Jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 13:28
Ég þarf að fara vanda mig í innslætti eins og Ómar í athygli.
Var að lesa heimasíðuna hjá auglýsingastofunni. Þetta er ekki blogg í mínum huga. Heldur heimasíða með svarmöguleika. Milljón síður með þessum fítus.
Umfjöllunin um Brimborg er ótrúleg. Hvað fyrirtæki setur svona væl á heimasíðuna hjá sér. Sé fyrir mér KB banka tala svona um Glitni og starfsmann hjá Glitni. Þeir eru ekki á höttunum eftir viðskiptum þessir. Á erfitt með að skilja þessa umfjöllun. Hvað gerir þessi Guðjón Pálsson hjá Mazda og heimasiðan elskar og hatar svona mikið.
Piron
Jón P Jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 13:49
Tilraun!
Er að setja inn athugasemd í fyrsta skipti og því kallast þetta prufa.
Stína
Stína (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 20:35
Til hamingju með að vera farinn að blogga Egill/Brimborg. Hvort sem þið eruð fyrstir eða ekki, þá er það vissulega hugað að fara að blogga og spennandi að fylgjast með hvernig þetta þróast hjá ykkur, hver umfjöllunarefnin verða og hvernig þið höndlið misjafnar athugasemdir í framtíðinni. Þið farið alla veganna ansi bratt af stað. Mörg fyrirtæki hafa reynt þetta og þekkt er t.d. blog General Motors sem ég gæti trúað að sé fyrirmyndin að þessu.
En fyrst ég er kominn í samskipti við ykkur, þá langar mig að spyrja - Hver er hugsunin með að skipta bílnúmerinu út með Mytoy 3 í Mözduauglýsingunum??? Er þetta ekki einkanúmer sem Toyota er með á reynsluakstursbílunum sínum?
Hjörtur Smárason (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 20:47
Sæll Hjörtur og takk fyrir góðar kveðjur
Erum við hjá Brimborg fyrstir fyrirtækja til að blogga eða ekki?
Þetta hefur verið skemmtileg umræða. Ég hef kvatt alla lesendur til að koma með dæmi um íslensk fyrirtæki sem blogga. Árangurinn hefur verið rýr og skásta dæmið til þessa er auglýsingastofan sem Ómar nefndi þ.e. www.jl.is. Þeir hafa þó ekki sett inn neina færslu síðan í sept.
Varðandi samanburð við stórfyrirtæki eins og Brimborg þá hafa engin dæmi komið hingað inn enn og væri gaman ef einhver gæti komið með dæmi um blogg t.d. fyrirtækis í hópi 100 stærstu sem bloggaði. Brimborg er númer 41. Eða kannski úr hópi 300 stærstu. Það hlýtur einhver þarna úti að vita um a.m.k. eitt annað blogg. Er það ekki?
Það er rétt hjá þér að það þarf hugrekki til að fara að blogga. Og sjálfstraust. Hvorutveggja kemur með miklum og góðum undirbúningi. Við erum tilbúin.
Þar sem við erum fyrstir þá erum við að fóta okkur á slóðum sem ekki hafa verið troðnar áður. Því verður svona fyrst í stað að taka þessu sem ákveðinni tilraun. Ein ákvörðun sem við tókum var að hafa möguleika á athugasemdum. Margir einstaklingar sem blogga, t.d. fréttamenn og stjórnmálamenn, leyfa ekki athugasemdir. Auðvitað er hætta á því að við fáum ómálefnanlegar athugasemdir. Og það hefur þegar gerst. Menn sem hafa gert athugasemdir án þess að nenna að lesa eða kynna sér málin. En við treystum á að fjöldinn sé kurteis og málefnanlegur. Eins og þú og fleiri. Við lítum einmitt á bloggið sem form til að hafa samskipti. Og það liggur í augum uppi að ef ekki er hægt að gera athugasemdir yrðu það bara "one way" samskipti. Það er ekki gott.
Já, við förum bratt af stað. Fyrst stofnaði ég blogg undir mínu eigin nafni, egill.blog.is þann 8. sept. Þú mættir kíkja á það en það hefur verið nánast frá upphafi á topp 50 listanum og er reyndar núna á topp 10 og hefur verið í nokkurn tíma.
Þetta blogg Brimborgar var stofnað fyrir tveimur dögum og stefnir hraðbyri á topp 50 listann. Það er því greinilegur áhugi fyrir fyrsta fyrirtækjablogginu stórfyrirtækis.
þú segir að MÖRG fyrirtæki hafi reynt þetta. Átt væntanlega við erlend fyrirtæki. Í því samhengi er rétt að hafa í huga allan þann fjölda fyrirtækja sem til eru í heiminum. Þá eru fyrirtæki sem blogga mjög fá. Ég fjalla einmitt um þetta í minni fyrstu færslu og hvet þig til að lesa hana. Bandarísk fyrirtæki hafa verið í fararbroddi og á meðan á undirbúningi okkar stóð varðandi okkar blogg þá einmitt kynnti ég mér GM blog, Boing og blogg fleiri fyrirtækja. Í Evrópu er þetta rétt að byrja og ég hef heimildir fyrir því t.d. að í Danmörku séu þetta kannski um einn tugur fyrirtækja sem er byrjaður. Þetta eru spennandi tímar. Bylting í bígerð.
Þú spyrð um bílnúmer. Ert væntanlega að vitna í sjónvarpsauglýsingu Mazda.
Í fyrsta lagi skiptum við út númerinu vegna þess að frumútgáfan er með erlent númer. Okkur finnst skemmtilegra að staðfæra bílinn með því að nota íslensk númer.
Í öðru lagi þá er staðfærsla okkar á Mazda tengd þeim hópi sem kaupir japanska bíla. Í þeim hópi er Toyota stærst og hafa auglýsingar okkar um Mazda borið þess merki.
Þá komum við að númerinu og í raun er um að ræða skemmtilegan djók þó í honum felist alvara og ákveðin skilaboð ef þú hugleiðir þau atriði sem ég taldi upp hér á undan.
Gaman að því að þú skyldir taka eftir þessu.
Egill Jóhannsson, 25.10.2006 kl. 22:37
Athugull maður Hjörtur. Í framhaldi af svari Egils, og þeirri spurningu um hvort P.Sam. eigi bílnúmer þau sem notuð eru í sjónvarpsauglýsingu Mazda, má geta þess að P.Sam. á Toy en ekki My Toy. Í það minnsta var P.Sam. ekki skráð fyrir My Toy á þeim tíma augl. var staðfærð.
Guðjón Heiðar Pálsson (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.