Þriðjudagur, 24. október 2006
Ómar og týnda bloggfærslan
Ómar PR maður týnir bloggfærslu
Ómar nokkur Valdimarsson, PR maður (lesist almannatengslamaður) og framkvæmdastjóri Íslenskra almannatengsla ehf., www.ispr.is skrifaði bloggfærslu á bloggið sitt og vændi mig um að hafa eytt út þessari bloggfærslu á þessu nýja bloggi Brimborgar sem er brimborg.blog.is. Út frá því ályktaði maðurinn að fyrirtækið væri ekki öruggur staður til að vera á.
Rangar forsendur valda rangri ályktun PR mannsins
Ég var nú bara rétt í þessu að reka augun í þessa færslu hjá manninum og tel ástæðu til að leiðrétta hann. Engin bloggfærsla hefur týnst enda hefur hún verið þarna inni alveg frá því hún fór inn í gærkvöldi. Nokkru eftir að ég setti inn bloggfærsluna gerði Ómar athugasemd sem ég þakkaði fyrir og svaraði nokkrum mínútum síðar. Og svo bætti ég um betur nokkru síðar með annarri athugasemd. Þar hvet ég lesendur til að koma með athugasemdir og setja inn þau fyrirtæki sem eru farin að blogga á Íslandi í dag. Einnig setti ég spurningamerki í fyrirsögnina. Að öðru leiti er færslan nákvæmlega eins.
Brimborg er öruggur staður til að vera á
Þar sem maðurinn ályktaði út frá rangri forsendu hlýtur hann að vera sammála mér að Brimborg er einmitt öruggur staður til að vera á þegar í ljós er komið að færslan er ekki horfin. Enda augljóst mál að ég, eða Brimborg, myndi aldrei henda út bloggfærslu sem þegar er komin inn. Né athugasemdum ef út í það er farið.
Ég hef einnig sent inn athugasemdir á bloggið hans Ómars en hef upskorið þögnina eina. Ég bíð spenntur eftir afsökunarbeiðni Ómars og stend við bloggfærsluna mína.
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Hafðu samband: egillj@brimborg.is
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Brimborg almennt | Breytt 28.10.2006 kl. 13:01 | Facebook
Athugasemdir
Var að lesa þessa stjúpit athugasemd Ómars. Skoðaði netfangið hans @ispr. Maðurinn er PR maður! Egill, held að þú sért öruggur. Þarft ekki að hafa áhyggjur af honum þessum. Hann er bara að öfunda þig eins og margir aðrir í hans bransa.
Piron
Jón Plat Jónsson (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.