Brimborg fyrst íslenskra fyrirtækja til að blogga?

Tækninni fleygir fram 

Síminn þótti eitt sinn undravert samskiptatæki. Hann er það auðvitað enn en er orðinn hluti af daglegu lífi. Tekur því varla að nefna hann. Það sama á við um gemsann. Með tilkomu netsins varð tölvupóstur eitt mest notaða samskiptaformið og MSN verður sífellt vinsælla. Aðeins eru 10 ár síðan SMS kom sem ein leið til samskipta og er í dag ein vinsælasta samskiptaleiðin.

Nú er það bloggið.

Bloggið að springa út 

Á heimsvísu eru bloggsíður til í milljónavís og fjöldinn eykst með hverjum degi. Bloggsíður hafa mestmegnis verið á vegum einstaklinga hingað til. Bandarísk fyrirtæki hafa aftur á móti verið í farabroddi hvað það varðar að nota bloggið sem eina af þeim leiðum sem fyrirtæki geta notað til að hafa samskipti við sína viðskiptavini. Hægt og bítandi er þessi leið að færa út kvíarnar út fyrir Bandaríkin og nú hefur Brimborg ákveðið að taka skrefið hér á landi.

Líklega fyrsta íslenska fyrirtækið til að byrja að blogga. Bloggið er www.brimborg.blog.is.

Bloggið sem leið til samskipta 

Stjórnendur og starfsmenn Brimborgar munu nota bloggið sem samskiptaleið við viðskiptavini og fjölmiðla og í reynd við samfélagið í heild, til að koma upplýsingum á framfæri á hraðvirkan og skilvirkan hátt. Við lítum á bloggið sem viðbót við vef fyrirtækisins, www.brimborg.is, sem er í dag orðinn einn stærsti bílavefur landsins. Þú getur lesið nánar um tilgang bloggs Brimborgar með því að smella hér

Undirritaður, framkvæmdastjóri Brimborgar, hóf sjálfur að blogga þann 8. september á blogginu www.egill.blog.is og teljum við að þetta skref sem Brimborg tekur núna eðlilegt framhald af því.

Athugasemdir velkomnar

Allir lesendur eru boðnir velkomnir og hvattir til að setja inn athugasemdir, á kurteisan og yfirvegaðan hátt, um þau málefni sem bloggað er um hverju sinni. Við munum leitast við að þróa útlit og form bloggsins eftir því sem tíminn líður og meiri reynsla kemur á þetta samskiptaform.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Hafðu samband: egillj@brimborg.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband