Brimborg fyrst íslenskra fyrirtækja til að blogga?

Tækninni fleygir fram 

Síminn þótti eitt sinn undravert samskiptatæki. Hann er það auðvitað enn en er orðinn hluti af daglegu lífi. Tekur því varla að nefna hann. Það sama á við um gemsann. Með tilkomu netsins varð tölvupóstur eitt mest notaða samskiptaformið og MSN verður sífellt vinsælla. Aðeins eru 10 ár síðan SMS kom sem ein leið til samskipta og er í dag ein vinsælasta samskiptaleiðin.

Nú er það bloggið.

Bloggið að springa út 

Á heimsvísu eru bloggsíður til í milljónavís og fjöldinn eykst með hverjum degi. Bloggsíður hafa mestmegnis verið á vegum einstaklinga hingað til. Bandarísk fyrirtæki hafa aftur á móti verið í farabroddi hvað það varðar að nota bloggið sem eina af þeim leiðum sem fyrirtæki geta notað til að hafa samskipti við sína viðskiptavini. Hægt og bítandi er þessi leið að færa út kvíarnar út fyrir Bandaríkin og nú hefur Brimborg ákveðið að taka skrefið hér á landi.

Líklega fyrsta íslenska fyrirtækið til að byrja að blogga. Bloggið er www.brimborg.blog.is.

Bloggið sem leið til samskipta 

Stjórnendur og starfsmenn Brimborgar munu nota bloggið sem samskiptaleið við viðskiptavini og fjölmiðla og í reynd við samfélagið í heild, til að koma upplýsingum á framfæri á hraðvirkan og skilvirkan hátt. Við lítum á bloggið sem viðbót við vef fyrirtækisins, www.brimborg.is, sem er í dag orðinn einn stærsti bílavefur landsins. Þú getur lesið nánar um tilgang bloggs Brimborgar með því að smella hér

Undirritaður, framkvæmdastjóri Brimborgar, hóf sjálfur að blogga þann 8. september á blogginu www.egill.blog.is og teljum við að þetta skref sem Brimborg tekur núna eðlilegt framhald af því.

Athugasemdir velkomnar

Allir lesendur eru boðnir velkomnir og hvattir til að setja inn athugasemdir, á kurteisan og yfirvegaðan hátt, um þau málefni sem bloggað er um hverju sinni. Við munum leitast við að þróa útlit og form bloggsins eftir því sem tíminn líður og meiri reynsla kemur á þetta samskiptaform.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Hafðu samband: egillj@brimborg.is


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brimborg bloggar

Takk fyrir ábendinguna.

Reyndar tek ég fram að fyrirtækjablogg hefur verið í nokkur ár í Bandaríkjunum en er fyrst núna að berast að einverju ráði til Evrópu.

Og í hópi stærri fyrirtækja alveg óþekkt hér á landi.

Brimborg bloggar, 24.10.2006 kl. 00:25

2 Smámynd: Egill Jóhannsson

Þar sem ég hef mikinn áhuga á þessu fyrirbæri, blogginu, sem samskiptatæki þá væri áhugavert að fá fleiri lesendur til að skrifa athugasemd hér varðandi hvort þeir viti um fleiri íslensk fyrirtæki sem blogga.

Egill Jóhannsson, 24.10.2006 kl. 08:28

3 identicon

Það er áhugavert í hvaða gír Ómar er! :)

Bolli Valgarðsson (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 17:51

4 Smámynd: Egill Jóhannsson

Já, er einmitt að velta fyrir mér ástæðunni fyrir þessu upphlaupi hjá manninum. Hmmmm. Hugs. Hugs.

Egill Jóhannsson, 24.10.2006 kl. 18:27

5 identicon

En skrýtið...... það er allt í einu komið spurningarmerki fyrir aftan fyrirsögnina........ er Brimborg eitthvað að velkjast í vafa um þetta bloggævintýri sitt??????????

Sveinn Bergsson (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 19:04

6 Smámynd: Egill Jóhannsson

Kæri Sveinn

Nei, Svein. Það er ekkert allt í einu við þetta. Og ekkert skrítið heldur. Ég er farinn að hafa virkilegar áhyggur af lestrarhæfileikum þeirra sem gera athugasemdir á þetta blogg. Kannski að allir noti svokallað hundavað við lesturinn eins og Ómar?

Í fyrsta lagi kom spurningamerkið inn um leið og Ómar gerði athugasemdina þ.e.a.s. tveimur tímum eftir að færslan var skrifuð. Nánar tiltekið fyrir tveimur dögum síðan.

Í öðru lagi kemur þetta með spurningamerkið fram í færslu sem heitir Ómar og týnda bloggfærslan, sem birt var í gær og er hér fyrir ofan. Engin leynd yfir því og þess vegna ekkert skrítið við það.

Og í þriðja lagi hefur allan tímann komið skýrt fram í bloggfærslunni að líklega væri um fyrsta blogg fyrirtækis að ræða og örugglega það fyrsta ef miðað er við stærstu fyrirtæki landsins. Í því samhengi er rétt að nefna að Brimborg er 41 stærsta fyrirtæki landsins en líklega er hægt að miða við allt að 300 stærstu fyrirtækin ef því er að skipta.

Og í fjórða lagi kemur fram hér hér til vinstri í texta um bloggið að líklega sé um fyrsta fyrirtækjabloggið að ræða.

Því get ég ekki annað en hvatt þig og aðra til að lesa betur áður en þið gerið athugasemdir.

En eftir alla þessa umræðu þá hefur ennþá ekkert bæst á listann um fyrirtæki sem blogga. Það er áhugavert og styður fullkomlega það sem ég hef verið að segja hér. En ég býð spenntur eftir fleiri tilnefningum.

Egill Jóhannsson, 25.10.2006 kl. 20:13

7 identicon

Þetta er alveg dæmalaust ahugavert. Eg hafði bara alls ekki gert mer grein fyrir þvi að fyrirtæki gætu bloggað!!! Eg hef heyrt dæmi um að framkvæmdastjorar fyrirtækja bloggi, að markaðsstjorar bloggi, að PR fulltruar fyrirtækja bloggi - en að fyrirtækin geri það sjalf - það er nytt.

Atli Freyr Sveinsson (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 16:01

8 identicon

Er þetta ekki sá eini sanni Atli Freyr á Íslensku auglýsingastofunni? Sæll kæri. Gaman að sjá þig kommentera fyrsta fyrirtækjaboggið á Íslandi. Það er alveg rétt hjá þér fyrirtæki bloggar ekki - fólk bloggar. Fyrirtæki gera auðvitað aldrei neitt, er það? Auglýsa ekki. Eru ekki góð. Fá ekki verðlaun. Ekki einu sinni auglýsingastofan.

Er þetta kommet þitt ekki svolítið ...of eitthvað?

Guðjón Heiðar Pálsson PR bloggar (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 19:13

9 identicon

Jú jú jú þetta "blogg" mitt er klárlega ...of eitthvað fullt af hlutum. Og það er alveg rétt hjá þér; það er talað um að fyrirtæki auglýsi, fái verðlaun og séu jafnvel góð. Og nú eru þau líka farin að setjast niður og "blogga". Hvað skyldi koma næst - kannski sendir eitthvað fyrirtæki frá sér skáldsögu fyrir jólin.

Atli (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 19:47

10 identicon

Sæll Atli minn kæri. Ef ég skil þig rétt varðandi hæðni þína í garð Brimborgar: bendi á að fyrirtæki eiga sína kennitölu og teljast lögaðilar (juridisk person á svídísku).

Skáldsögu. Gaman að þú minnist á sögu og skáld. Alþjóðalega fyrirtækið GREY er á fullu (Ísland með) að spá í hvernig sagnahefð nýtist boðmiðlun. Skáldsagan er auðvitað framsett í meiningunni saga - og nýtt er sem boðberi skilaboða. Fyrirtækið GREY hefur gefið út bækur í sínu nafni um sagnahefð. Aðferðarfræðin er nýtt bæði í auglýsingar og PR –þó ekki sé skáldað eins og þú veist manna best.

Er ekki kominn tími á kaffi Atli?

Guðjón Heiðar (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 10:36

11 identicon

Atli, hvað ertu gamall?

Stína (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 12:29

12 identicon

Iceland Express er löngu byrjað að blogga, bæði á íslensku og ensku...

lesandi (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 12:45

13 Smámynd: Egill Jóhannsson

Loksins kemur eitthvað bitastætt. Takk fyrir þetta lesandi. Flott hjá IE enda hafa þeir verið að prófa nýja og skemmtilega hluti. Eins og Brimborg.

Þeir fengu meira að segja lánað kjörorð Brimborgar, öruggur staður til að vera á, á þann hluta heimasíðunnar sem fjallar um hótel. Sjá þessa slóð: http://www.icelandexpress.is/extra/hotel/

Gaman að því.

Egill Jóhannsson, 29.10.2006 kl. 16:07

14 identicon

Sæll Egill --

takk fyrir góða kveðju, og takk fyrir lánið á slagorðinu.

Það er rétt hjá þeim óskráða hér að ofan að Iceland Express byrjaði að blogga á íslensku fyrir rúmu ári (að vísu athugasemdalaust ennþá).

Svo opnuðum við í byrjun október nýtt blogg á ensku sem heitir How Do You Like Iceland. Kíktu endilega á það.

-- Bestu kveðjur frá liðinu hjá Iceland Express

Iceland Express (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 16:39

15 Smámynd: Egill Jóhannsson

Hæ til Iceland Express liðsins Smile

Takk fyrir kommentið og til hamingju með gott blogg. Las það einmitt vel um helgina. Bæði það íslenska og það enska.

Ég verð að segja að ég er stoltur af því að fylgja í fótspor ykkar og að vera í hópi framsýnna fyrirtækja - eins og ykkar.

Kveðja frá mér og liðinu í Brimborg

Egill

Egill Jóhannsson, 30.10.2006 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband