Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Etanol framleiðsla á Íslandi
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar skrifar;
Líflegar umræður hafa verið á Brimborgar blogginu eftir skrifin um möguleikann á að bjóða upp á bíla sem ganga fyrir etanoli. Ég hef verið spurður hvaðan etanolið eigi að koma. Því er svarað lauslega í upphaflegu færslunni aftur núna og með ítarlegri hætti.
En áður en ég kem að því þá er gaman er að geta þess að nokkrum dögum eftir færslu Brimborgar um etanol er RÚV með frétt um framleiðslu á díselolíu úr korni (bio-diesel eða líf-dísilolíu) hér á landi. Tilviljun? Held ekki og ljóst að þetta hefur opnað umræðu um fleiri kosti. Það er gott. En hér má lesa á Wikipediu um bio-diesel.
En snúum okkur aftur að etanoli. Þetta er í raun en sígilda spurning um eggið og hænuna. Hvort kemur á undan bílar sem ganga fyrir etanoli eða etanolið sem fer á bílana. Tillaga Brimborgar gengur einfaldlega út á það að skilgreina þessa gerð bíla í sama flokk og aðra tvíorkubíla, skapa þannig markað fyrir þessa bíla og um leið skapa væntingar um markað fyrir etanol fyrir þá sem hugsanlega vilja framleiða etanol eða flytja það inn.
Þá spyrja margir hvort hægt sé að framleiða etanol hér á landi. Aukin sala á etanol bílum t.d. í USA skapar forsendur fyrir frumkvöðla að finna leiðir til að auka framleiðsluna eða hefja hana frá grunni. Kornbændur margir í Bandaríkjunum hafa snúið sér í meira mæli að þessari framleiðslu.
Mér var bent á í athugasemd á blogginu mínu að "vandamálið við etanol framleiðslu hérlendis gæti verið hráefnisöflun því erlendis er m.a. notaður hálmur sem er aukaafurð í kornrækt og gerir framleiðsluna hagkvæmari".
Í þessu samhengi vil ég minna á að meira að segja Íslendingar hófu fyrir mörgum árum kornrækt og er t.d. blómleg ræktun á nokkrum glæsilegum búum hér á landi. Ekki höfðu margir trú á þessu í upphafi. Og kannski má segja að jákvæð áhrif loftlagsbreytinga gæti verið auknir möguleikar í kornrækt hér á landi. Einnig er hægt að flytja það inn frá löndum sem framleiða það. En það sem er mikilvægast í þessu er að stjórnvöld eiga að skapa almennar forsendur - hitt kemur síðan að sjálfu sér þ.e. markaðurinn því frumkvöðlarnir finna leiðirnar þegar forsendurnar hafa verið skilgreindar.
Wikipedia fjallar um etanol og framleiðslu á því: "Current interest in ethanol lies in production derived from crops (bio-ethanol)".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.