Mánudagur, 12. febrúar 2007
Einokun í ralli
Svíþjóðarrallið var haldið nú um helgina en það er að margra mati ein allra skemmtilegasta rallkeppni hvers árs. Keyrt er um snævi þakta skóga Värmlands, norðan stöðuvatnsins risastóra Vänern, og eru aðstæður bæði fallegar og erfiðar.
Ford og Citroën bera um þessar mundir höfuð og herðar yfir önnur bílmerki þegar kemur að rallakstri sem sést best á því að á síðasta ári vann Frakkinn Sebastien Loeb, sem ekur fyrir Citroën, titil ökuþóra en Ford vann keppni bílmerkja. Það þarf vart að minna á að þessi bílmerki eiga bæði öruggan stað til að vera á í Brimborg og frammistaða þeirra við hinar krefjandi aðstæður sem rallökumenn þurfa oft að kljást við sýnir og sannar að þau eiga fullt erindi við íslenskar aðstæður.
Sænska rallið um helgina varð æsispennandi en það var Marcus Grönholm hinn finnski sem sigraði og Loeb kom fast á hæla hans. Þessir tveir einokuðu nánast keppnir síðasta árs og fátt sem bendir til þess að önnur lið eigi innan sinna vébanda ökumenn sem geta skákað þeim.
Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Brimborgar
Hafðu samband: thordur@brimborg.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.