Brimborg styður íslenska menningu

Brimborg hefur ákveðið að styðja við bakið á Vesturporti sem stendur að nýrri íslenskri kvikmynd, Foreldrar, í leikstjórn Ragnars Bragasonar en myndin verður frumsýnd á næstunni. Þetta er kvikmynd í fullri lengd og eru aðalleikarar Nanna Kristín Magnúsdóttir, Víkingur Kristjánsson og Ingvar E. Sigurðsson.

Myndin er einskonar systurmynd annarrar íslenskrar myndar sem heitir Börn og var frumsýnd í september á síðasta ári en myndirnar voru unnar samhliða. Myndin Börn fékk frábæra dóma og hefur verið valin fyrir Íslands hönd til forvals Óskarsverðlaunanna í Hollywood. Börn hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er nú þegar búin að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðum hér heima og erlendis t.d. á Ítalíu og er eftirsótt til sýninga á kvikmyndahátíðum um allan heim. Myndin var t.d. tilnefnd til 8 Edduverðlauna og fékk verðlaunin fyrir handrit ársins en þess má geta að Citroën frá Brimborg studdi dyggilega við bakið á Eddunni fyrr í vetur.

Það verður spennandi að sjá þessa mynd en Brimborg, í samvinnu við Vesturport, býður starfsmönnum og mökum til forsýningar á Foreldrum föstudaginn 12. janúar.

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Hafðu samband: egillj@brimborg.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband